Föðurlandsást og þjóðernisstefna 21. ágúst 2010 06:00 Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að vera þjóðernissinni í dag. Oft er sett samasemmerki á milli þjóðernisstefnu og fasisma. Þeir sem helst gagnrýna þjóðernissinna eru þeirrar skoðunar að best sé að þurrka út allt þjóðerni og eitt tungumál eigi að duga öllu mannkyni. Þetta eru ef til vill göfugar skoðanir að mati sumra en óásættanlegar fyrir aðra. Því miður hefur Þjóðernissósíalistaflokkur nasista í Þýskalandi (Nasistaflokkurinn) komið þessu óorði á þjóðernisstefnuna. En er það sanngjarnt? Nei, ekki að mínu mati. Þótt nasistarnir hafi skreytt sig með þessum nöfnum, þjóðerni og sósíalisma og stolið Þórshamrinum okkar og gert úr honum hakakrossinn, átti tilurð og stefna þessa flokks ekkert sameiginlegt með þeim hugtökum. Maður getur einnig spurt sig hvort Alþýðuflokkurinn gamli hafa átt nokkurn einkarétt á að nota nafn alþýðunnar á sínum stjórnmálaflokki. Alþýðan flykkti sér ekki um þann flokk. Sama má segja um Alþýðubandalagið og ekki voru allir sósíalistar og jafnaðarmenn einhuga um að styðja þessa flokka. Það er auðvitað rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfræðinga að svara því hvernig á því stendur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið yfirburðaflokkur á Íslandi svona lengi. Jafnvel í dag þótt honum sé að mestu kennt um hrunið. Það út af fyrir sig þýðir ekki að hrunið sé honum einum um að kenna. Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eiga sinn þátt í því, einnig þeir sem nú hafa skipt um nafn. En það er ekki á dagskrá í þessari grein. Tilurð þessarar greinar er áróður andstæðinga þjóðernisstefnu sem veður uppi í vaxandi mæli í fjölmiðlum í dag. Það er eins og fjölmiðlunum finnist þetta vera í lagi og það eigi rétt á sér og taki þannig undir áróður þessara hópa gegn þjóðernisstefnu sem einhvers konar öfgastefnu. Við þjóðernissinnar erum oft kallaðir fasistar og kynþáttahatarar þótt ekkert sé að finna í okkar hugsjónum sem bendir til þess enda er það eingöngu ást á landi okkar og þjóð sem að baki stendur. Þegar ég var í barnaskóla á Grímstaðaholtinu í byrjun stríðs, þá hófst skólinn á því að allir nemendurnir stóðu upp og sungu ættjarðarlag. Íslenski fáninn var alltaf hafður uppi í þessum skóla. Þetta þætti víst vera hallærislegt í dag en það lýsir einnig því hvernig hugarfarið hefur breyst og hve skólarnir leggja litla áherslu á þjóðernið og menningu þjóðarinnar. Það er jafnvel talað um það að íslenskukennslu sé ábótavant, jafnvel í háskólum landsins. Eftir því sem ég hef komist að í samtölum við skólabörn og ungmenni þá fer ekki mikið fyrir kennslu í sögu og menningu þjóðarinnar í skólum í dag. Er þetta í lagi? Ég bara spyr. Ef við viljum halda áfram að vera sérstök þjóð með eigið tungumál og menningu, þá þarf að verða breyting hér á. Menntamálayfirvöld verða að taka til hendinni. Ég tala nú ekki um það ef við verðum svo ógæfusöm að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Þá mun bæði þjóðerni og tunga hverfa á einni öld, er ég hræddur um. Íslendingar! Hugsið! Hvað viljið þið? Takið afstöðu! Látið í ykkur heyra!
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun