Fótbolti

Barcelona búið að tryggja sér 24,6 milljarða lán

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandro Rosell er nýr forseti Barcelona.
Sandro Rosell er nýr forseti Barcelona. Mynd/AP
Spænska stórliðið Barcelona er búið að tryggja sér lán upp á 155 milljónir evra en á dögunum komst slæm fjárhagstaða félagsins í fréttirnar. Barcelona þarf lánið til þess að eiga meðal annars fyrir launum leikmanna og starfsmanna sinna á næstunni. Lánið er upp á 24,6 milljarða íslenska króna

Sandro Rosell, nýr forseti Barcelona, uppgötvaði slæma skuldastöðu félagsins, þegar hann tók við af Joan Laporta í lok júní og fór strax í að finna leið út úr fjárhagsvandamálum félagsins.

„Félagsmenn okkar geta slakað á því félagið er ekki að verða gjaldþrota," sagði Sandro Rosell í útvarpsviðtali þegar hann tilkynnti um að Barcelona yrði að sækja um lán.

Nýja lánið kemur frá hópi banka á Spáni og mun gjaldkeri félagsins fara nánar yfir það á blaðamannafundi á morgun.

Barcelona keypti David Villa frá Valencia fyrir tímabilið en hefur þegar selt þá Yaya Toure, Thierry Henry og Dmitryo Chygrynskiy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×