Hverjir eiga auðlindina? Árni Sigfússon skrifar 11. ágúst 2010 06:00 Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar