Herbalife og jurtir sem geta valdið lifrarskaða 17. júní 2010 06:00 Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð birtu grein í marshefti Læknablaðsins um aukaverkanir af Herbalife og í maíhefti blaðsins birtust athugasemdir framleiðandans og svör okkar við þeim. Þar sem nokkuð hefur borið á röngum frásögnum af efni þessarar greinar viljum við árétta fáein atriði. Bent er á vefsíðu Læknablaðsins, www.laeknabladid.is, sem er öllum opin. Notkun fæðubótarefna hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og eru þau notuð í ýmis konar tilgangi. Þar sem um náttúrulegar afurðir er að ræða er nokkuð almenn trú að þær séu skaðlausar og svo er reyndar í flestum tilvikum. Hins vegar er vel þekkt að ýmsar jurtir og fæðubótarefni geta valdið aukaverkunum m.a. lifrarskaða. Við könnun meðal lækna í landinu sem var birt í Læknablaðinu 2002 komu fram sterkar vísbendingar um að Herbalife kynni að tengjast lifrarskaða. Síðan fengum við smám saman vitneskju um fleiri tilfelli af þessum toga og það var skylda okkar að skoða þessi tilfelli nánar og birta niðurstöðurnar. Mikilvægt er að hafa í huga að hér er ekki um fyrstu tilfellin að ræða. Á árunum 2007-9 birtust fjórar ritgerðir í virtum erlendum læknisfræðitímaritum þar sem samtals var lýst 28 sjúklingum, í þremur löndum, með lifrarskaða sem talinn er tengjast notkun Herbalife. Í inngangi greinar okkar í Læknablaðinu er almenn umfjöllun um jurtir sem eru þekktar að því að geta valdið lifrarskaða eins og kava, grænt te, ma-huang (inniheldur efedrín), aloe vera en krossfífill og hóffífill eru nefndir sem dæmi um íslenskar jurtir. Þetta er almenn umfjöllun um slíkar jurtir og það er ekki fyrr en í síðasta kafla ritgerðarinnar, umræðukaflanum, sem að fjallað er um innihald í vörum frá Herbalife. Langflestar vörur frá Herbalife innihalda engin efni sem tengjast lifrarskaða en sumar Herbalife-vörur innihalda grænt te (útdrátt), aloe vera eða negul. Í grein okkar er einnig skýrt tekið fram að ekki sé vitað hvaða efni í Herbalife-vörum gætu valdið lifrarskaða, einungis er hægt að geta sér til að þar sé um að ræða einhverjar varasamar jurtir og síðan eru nefnd grænt te (útdráttur) og negull sem hugsanlegir orsakavaldar vegna þess að þau eru í vörunum sem okkar sjúklingar tóku. Lítill sem enginn vafi leikur á því að útdráttur (e. extract) úr grænu tei getur valdið lifrarskaða. Vörur með þessu innihaldi eru oftast töflur, hylki eða duft og í innihaldslýsingu stendur: útdráttur úr grænu tei (e. green tea extract). Málið snýst um magn og með því að taka inn útdrátt er verið að innbyrða mikið magn af innihaldsefnum tesins. Stundum hafa vörur með þessu innihaldi valdið lifrarskaða í svo miklum mæli að þær hafa verið teknar af markaði (t.d. vörurnar CUUR og Exolise í nokkrum Evrópulöndum). Ekki er vitað með vissu hvaða efni í grænu tei gætu gert gagn eða valdið skaða en helst er horft til nokkurra efna af flokki katekína. Grænt te sem bruggað er á venjulegan hátt og drukkið í hóflegu magni er talið alveg hættulaust. Safinn úr stönglum Aloe vera jurtarinnar á sér langa sögu við meðferð alls kyns húðkvilla og verður ekki fjölyrt um það hér. Það er líka talsverð reynsla af því að taka þennan safa inn á formi taflna, hylkja, hlaups eða vökva. Nokkur tilfelli af lifrarskaða sem tengjast notkun Aloe vera til inntöku hafa komið fram á undanförnum árum í Evrópu, Ameríku og Asíu. Ekki eru þekkt þau innihaldsefni í Aloe vera sem gætu valdið lifrarskaða. Talið er að negull sé meinlaus þegar hann er notaður sem krydd. Í fæðubótarefnum er hins vegar oftast um mun meira magn að ræða og stundum er notuð tiltölulega hrein negulolía (evgenól). Negull inniheldur negulolíu sem er eitruð fyrir lifrina og getur valdið lifrarskaða ef magnið fer yfir ákveðin mörk. Í Bandaríkjunum og víðar er fólk með lifrarsjúkdóma varað við að nota negul og fæðubótarefni sem innihalda negul. Ef haft er í huga hversu útbreidd notkun Herbalife og fæðubótarefna almennt er, er ljóst að lifrarskaði er sárasjaldgæfur. Eigi að síður er mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk og almenningur sé meðvitaður um þessa alvarlegu aukaverkun. Við mælum ekki gegn notkun fæðubótarefna sem innihalda umrædd náttúruefni en finnst mikilvægt að almenningur sé upplýstur um aukaverkanir sem fylgt geta notkun þeirra, þó að þær séu vissulega sjaldgæfar. Á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is, er vefeyðublað til tilkynninga á aukaverkunum lyfja og fæðubótarefna. Þetta er opið fyrir lækna, annað heilbrigðisstarfsfólk og almenning. Höfundar hafa engin hagsmunatengsl sem gætu haft áhrif á niðurstöður okkar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun