Fótbolti

Mallorca meinuð þátttaka í Evrópudeild UEFA vegna fjárhagsskilyrða

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Laudrup stýrir Mallorca.
Laudrup stýrir Mallorca. AFP
Real Mallorca fær ekki að taka þátt í Evrópudeild UEFA þar sem félagið uppfyllir ekki kröfur UEFA um fjármál. Félagið skuldar um 70 milljónir evra.

Félagið bauðst til þess í maí að fara í greiðslustöðvun en liðið endaði í fimmta sæti í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Mallorca á enn eftir að ákveða hvort það áfrýji ákvörðun UEFA.

Nýjir eigendur eru nú teknir við og réðu þeir Michael Laudrup sem knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×