Guð láti gott á vita Svavar Gestsson skrifar 7. september 2010 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson er farinn að láta á sér bera aftur. Það sýnir að sumri hallar. Á fundi Samfylkingarinnar sem fjallaði um það af hverju hún fór ekki vel út úr síðustu sveitarstjórnarkosningum kom hann sér á framfæri. Mikilvæg skýring á útkomu Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum var sú, samkvæmt frásögnum fjölmiðla, að Steingrímur J Sigfússon skipaði undirritaðan formann samninganefndar um Icesave. Þetta er vissulega frumleg skýring en nokkuð langt frá staðreyndum. En mikið þarf til að koma sjálfum sér á framfæri þegar menn hafa lokað að sér lengi og þá er gripið til hvaða bragða sem er. Þeir sem hafa fylgst með Jóni Baldvin í áratugi þekkja jóreykinn. Staðreyndir málsins eru nefnilega þessar: Þegar ég skilaði niðurstöðu Icesave-samninganna vorið 2009 var almenn ánægja með niðurstöðuna víða, meðal annars í Morgunblaðinu. Þá gerðust þau undur að einn ráðherra ríkisstjórnarinnar gerði bandalag við stjórnarandstöðuna um að Ísland ætti ekki að borga – ætti ekki að taka á sig umræddar skuldbindingar. Það var þeim mun undarlegra sem allir vissu að Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að gera upp Icesave nokkrum mánuðum áður með allt öðrum og óhagstæðari hætti. Síðan gerist það að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins verður ritstjóri Morgunblaðsins og hann er á móti öllu sem ríkisstjórnin gerir; sama hvað það er. Hann sér þarna tækifæri til þess að ná markmiðum sínum sem eru þrjú sem kunnugt er; að koma ríkisstjórninni frá, að verja kvótakerfið og hindra inngöngu í Evrópusambandið. Undir tónsprota hans verður svo til allsherjarhreyfing gegn því að gera upp Icesavemálið sem endar með þjóðaratkvæðagreiðslu um ekki neitt. Þar sneru þeir bökum saman ritstjórinn og forseti Íslands sem hafa að öðru leyti ekki verið beint bandamenn síðustu áratugina. Um hvað snerist Icesave-samningurinn? Um það að gera málið upp á 15 árum í stað 10 eins og Sjálfstæðisflokkurinn samdi um. Um það borga ekki neitt í sjö ár en restina á átta árum. Um það að nota til þess eignir Landsbankans en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt að taka alla byrðina beint á ríkissjóð. Loks um það að gera upp með 5,5% vöxtum – en Sjálfstæðisflokkurinn hafði samþykkt 6,7% vexti á allt. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn sá að hann gat gert bandalag við einn ráðherra í ríkisstjórninni um að setja ríkisstjórnina af í þessu máli þá var ekki að sökum að spyrja. Icesave-klúður ríkisstjórnarinnar er því ekki til; klúðrið er það eitt að hún varð að láta í minnipokann fyrir Icesave-meirihlutanum á Alþingi sem var skipaður stjórnarandstöðunni og einum ráðherranum. Nú er sá kominn inn í ríkisstjórnina aftur. Guð láti gott á vita. Þetta mætti Samfylkingin hafa í huga þegar hún reynir að skilja úrslit sveitarstjórnarkosninganna.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun