SI lýgur með tölum 4. október 2010 06:00 Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fór mikinn í sjónvarpsfréttum í vikunni og kvartaði undan því að opinberum starfsmönnum hefði fjölgað gríðarlega í kreppunni. Orra taldist til að 20 þúsund störf hefðu tapast á einkamarkaði, en í opinbera geiranum hefði þeim fjölgað um 3.500. Óljóst er hvað framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins gengur til með þessum talnaleik, í það minnsta er morgunljóst að þessum tölum sér hvergi stað í opinberum talnagögnum. Staðreyndin er nefnilega sú að Hagstofan tekur ekki saman tölur um fjölda opinberra starfsmanna og því eru ekki til tölur um starfandi, þar sem vinnumarkaði er skipt upp í opinberan og einkamarkað. Það truflaði Orra þó ekki í að vitna í tölur Hagstofunnar. Framkvæmdastjórinn fellur nefnilega í þann pytt að bera saman tvo ólíka hluti með talnagögnum og fá út þá niðurstöðu sem hentar hans málstað. Þar sem skilgeininguna hans vantar leggur hann saman atvinnugreinarnar opinbera stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hann gefur sér að þetta séu allt opinberir starfsmenn og segir að árið 2008 hafi, réttilega, 51.300 samanlagt unnið í þessum greinum. Árið 2008 var hins vegar tekið í notkun nýtt flokkunarkerfi og ekki er lengur hægt að bera saman tölur frá fyrra flokkunarkerfi til þess sem notað er í dag. Á heimasíðu Hagstofunnar er útskýrt að um tvö mismunandi flokkunarkerfi sé að ræða. Til að bíta höfuðið af skömminni er um úrtakskönnun að ræða, ekki heildartalningu. Með því að bera þessi tvö ósamanberalegu flokkunarkerfi tekst Orra Haukssyni að fá það út að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um 3.500, þegar reyndin er að þeim hefur fækkað. Óljóst er hve mikið, en þeim mun enn fækka samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Vonandi er umgengni Samtaka iðnaðarins um allar tölur ekki jafn frjálsleg og þegar þeir þurfa að tala opinbera starfsmenn niður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun