Innlent

Forsvarsmenn flokkanna fara yfir Icesave-samninga

Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki.
Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni, Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki og Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki.

Forsvarsmenn flokkanna á Alþingi hittust á fundi í Alþingishúsinu í dag til þess að ræða nýframkomna Icesave-samninga.

Flestir stjórnmálamenn hafa haldið að sér höndum í yfirlýsingum um samningana enn sem komið er en þeir verða ekki undirritaðir nema Alþingi hafi samþykkt lög sem veita fjármálaráðherra heimild til að staðfesta samningana.

Drög að lagafrumvarpi þess efnis hafa verið smíðuð og verður frumvarpinu dreift á Alþingi í þessari viku. Verið er að semja greinargerð með frumvarpinu.

Í Icesave samningunum sem fréttastofa hefur undir höndum eru ákvæði um að Bretar og Hollendingar geti einhliða sagt sig frá samkomulaginu ef ákveðin skilyrði hafi ekki verið uppfyllt fyrir 31. desember næstkomandi. Meðal annars þurfi Alþingi að hafa samþykkt Icesave lögin og þau þurfa að hafa tekið gildi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×