Wikileaks: Bandaríkin börðust gegn lokun Varnarmálastofnunar 7. desember 2010 06:00 Össur Skarphéðinsson. Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur. WikiLeaks Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld beittu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra miklum þrýstingi til að reyna að koma í veg fyrir að Varnarmálastofnun yrði lögð niður. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem lekið var til Wikileaks. „Sú freisting að geta skorið nærri tíu prósent af framlagi á fjárlögum til utanríkisráðuneytisins gæti einfaldlega reynst of mikil til þess að hinn hviklyndi Össur Skarphéðinsson geti staðist hana," skrifar Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, í bréfi til stjórnvalda í Washington í febrúar árið 2009. Hún sagði Össur greinilega finna fyrir þrýstingi frá öðrum ráðherrum í minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna um aðhald í rekstri á vegum utanríkisráðuneytisins. Þar hafi verið vænlegur sá kostur að leggja einfaldlega niður Varnarmálastofnun. Sendiherrann sagði Bandaríkjamenn ekki sátta við þá hugmynd, þegar Össur spurði hvort það skipti einhverju máli hvort Varnarmálastofnun eða einhver önnur stofnun færi með verkefni hennar. Hún segist hafa hvatt Össur til að standa í vegi fyrir að dregið yrði úr útgjöldum til varnarmála. Hún segist jafnframt ætla að fá sendiherra annarra NATO-ríkja með sér í lið án þess að mikið beri á til að beita Össur þrýstingi. „Hver króna sem Varnarmálastofnun fær til lofthelgiseftirlits fer í kaup á vörum eða þjónustu frá íslenskum seljendum," segist hún hafa sagt við Össur.
WikiLeaks Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum