Vandi götunnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. janúar 2010 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar um efnahagsmál Á sama tíma og stjórnarandstaðan (eða utanstjórnarflokkarnir) halda sig til hlés í von um að ríkisstjórninni sé alvara með að vilja betri samninga við Breta og Hollendinga halda sumir ráðherrar áfram að berjast fyrir samþykki núverandi samningsdraga. Því er ekki að neita að sú tilfinning læðist að manni að fundirnir tíðindalitlu í Stjórnarráðinu séu bara sýndarmennska þegar á sama tíma er flutt af kappi endurtekin dagskrá áróðurs fyrir samþykki Icesave-samninga ríkisstjórnarinnar. Enn á ný skjóta upp kollinum gamlar bábiljur sem fyrir löngu er búið að leiðrétta. Í þeim efnum er nú efst á baugi ein allra ósvífnasta og vitlausasti fullyrðingin. Þ.e. sú að Icesave sé „ekki nema 10-15% af vandanum“. Á næstu árum muni þurfa að endurgreiða svo mikið af lánum að Icesave sé bara lítill hluti af greiðslunum og því ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur af samningunum. Ekki bókhaldsbrellaLátum vera að velta fyrir okkur gildi þeirrar röksemdafærslu að vandi þjóðarinnar sé hvort eð er svo mikill að ekki komi verulega að sök að bæta á hann. Bent hefur verið á að 10-15% fullyrðingin byggist á fráleitri bókhaldsbrellu. Hvað sem sagt verður um bókhaldsaðferðir fjárfestingabanka á undanförnum árum hefðu þeir, hvorki á Wall Street, City né Reykjavík, komist upp með aðra eins vitleysu. Að kalla þetta bókhaldsbrellu er raunar ofrausn því þarna er um hrein og klár ósannindi að ræða. Þótt slæmt sé að sumir stjórnarliðar og nokkrir talsmenn þeirra beiti sér með slíkum hætti verður maður þó líklega að vona að þeir geri sér grein fyrir því að þeir fara með fleipur. Hinn kost urinn er nefnilega sá að ráðamenn skilji ekki grundvallaratriði þess skuldavanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. AðferðinNokkrar ólíkar aðferðir hafa verið notaðar. Yfirleitt eru þó meginatriðin þau sömu. Fyrst eru áætlaðar Icesave-greiðslur lágmarkaðar með því að miða við bjartsýnustu forsendur (margar óraunhæfar t.d. varðandi gengisþróun og tímasetningu greiðslna) og núvirða upphæðina niður í botn og sleppa jafnvel vaxtakostnaði (lang-stærsta kostnaðarliðnum). Það er svo borið saman við öll ógreidd lán auk allra hugsanlegra lánamöguleika (hvort sem gert er ráð fyrir að taka lánin eða ekki) á nafnverði og bætt ofan á þau vöxtum. Brennt eða ávaxtað féLitið er framhjá því að Icesave er lán (í erlendri mynt) sem aldrei er afhent. Efnahagslega áhrifin eru þau sömu og að taka yfir 5 milljarða dollara að láni og kveikja í peningunum. Það þarf því að skera niður og skattleggja til að skrapa saman fyrir greiðslum af láninu. Reyndar þarf líklega að skera niður um tvöfalda upphæðina vegna þess að afborganirnar fara út úr hagkerfinu í erlendri mynt þ.a. það fer á mis við margföldunaráhrifin sem ella ættu sér stað (einn fær laun og notar þau til að kaupa vöru sem annar framleiddi o.s.frv.). Annað á að sjálfsögðu við um hin lánin, þau eru afhent, þ.e. peningarnir eru greiddir Íslendingum. Þeir eru svo ávaxtaðir þangað til kemur að því að endurgreiða lánið með sömu peningum að lang mestu leyti. Í sumum tilvikum, eins í tilviki Norðurlandalánanna, stendur til að liggja á peningunum sem gjaldeyrisvarasjóði og skila þeim svo aftur. Tekjunum slepptEkki er allt upp talið því að í endalausri hugkvæmni við að fela stærð Icesave-kröfunnar hafa menn jafnvel leyft sér að bæta afborgunum orkufyrirtækja af lánum sínum inn í myndina. Þar er um að ræða afborganir af lánum sem fyrirtækin tóku til að ráðast í framkvæmdir sem skapa núna stóran hluta af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og fjármagna endurgreiðslu lánanna. Þessu til viðbótar er fjárlagahallanum stundum bætt við og því haldið fram að hann sé svo mikill að ekki eigi að hafa áhyggjur af Icesave í samanburði. Einfalda útgáfanÞessari „10-15% röksemdafærslu“ þeirra sem leita nú allra leiða til að fá almenning til að taka á sig skuldir einkabanka má líkja við að fjölskyldu væri send 100 milljón króna krafa vegna skulda annarra. Í stað þess að standa á rétti sínum og láta leiðrétta kröfuna ákveður fjölskyldufaðirinn að taka lán til að borga handrukkara kröfuna. Hann heldur því svo fram að ekki megi gera of mikið úr 100 milljón króna láninu sem hann tók til að forðast vesen, enda nemi samanlögð fasteignalán heimila í götunni nærri milljarði króna. Þ.a.l. séu 100 milljónirnar bara 10% af „vanda götunnar“. Auk þess eyði heimilið hvort eð er svo mikið um efni fram að aukin greiðslubyrði vegna lánsins sé ekki stórmál. Höfundur er alþingismaður.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun