Kálsopi Líf Magneudóttir skrifar 17. júní 2010 06:00 Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill!
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun