Hvað getum við gert? IV Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 28. október 2010 06:00 Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur barist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar. 11. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. 12. Landflótti eða atvinnaÞegar við höfum rætt áhyggjur okkar af því að störf væru að tapast hratt á Íslandi og fólk að flytja af landi brott hefur því jafnan verið svarað á kunnuglegan hátt. Nú hefur komið á daginn að fólksflóttinn er sá mesti frá því á 19. öld. Við höfum reynt hvað við getum til að benda á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til atvinnuuppbyggingar og hvað þarf að gera til að þau verði nýtt. 13. Opin og fagleg stjórnsýslaFyrirspurnir framsóknarmanna leiddu í ljós að tugir starfsmanna höfðu verið ráðnir á nokkrum mánuðum án auglýsingar. Líklega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnhart fram í því að fara á svig við lög til að raða sínu fólki á jötuna. 14. Fagmennska í stað flokksræðisÉg gerði grein fyrir því á flokksþinginu í fyrra að ég mundi leita ráða hjá þeim sem best þekktu til á hverju sviði óháð flokkstengslum. Margar þeirra lausna sem við höfum talað fyrir hafa komið fram með þeim hætti. Það er því ekki svo að allir flokkar séu lokaðir fyrir utanaðkomandi hugmyndum og reiði sig á pólitík fremur en sérfræðiþekkingu. 15. Staða ríkissjóðsÁbendingar framsóknarmanna um þá hættu sem fylgdi skuldastöðu ríkissjóðs og fullyrðingar um að ríkisstjórnin hefði hvorki gefið réttar upplýsingar um stöðuna né gripið til nauðsynlegra ráðstafana voru líklega meginrót hins linnulausa áróðurs um að framsóknarmenn væru neikvæðir. Síðan þá hefur komið í ljós að staða ríkissjóðs var helmingi verri en ríkisstjórnin fullyrti fyrir kosningar en um leið sannaðist að það sem við höfðum sagt um kostina í stöðunni reyndist líka rétt, þ.e. að staðan þyrfti hreint ekki að vera svo slæm ef gripið yrði til réttra ráðstafana. 16. Óhagkvæmar skattahækkanir og stefnuleysiFrá upphafi höfum við bent á að tilraunir ríkisstjórnarinnar til að skattleggja Ísland út úr kreppu væru óraunhæfar. Gagnrýnt var að í góðærinu hefðu stjórnvöld lækkað skatta. Hin hliðin á þeim peningi er sú að í kreppu hækka menn ekki skatta. Hvað getum við gert?Framsókn réðist í róttækari endurnýjun en dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, innleiddi ný vinnubrögð, sýndi að flokkurinn tekur almannahagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga heldur mjög afmarkað tímabil og hlutdræga söguskýringu á því tímabili. Þetta er gert skipulega til að dreifa athyglinni frá endalausum mistökum stjórnvalda í samtímanum. Þannig þekki ég tiltekin dæmi um fjölmiðlamenn sem liðsinna stjórnvöldum í hvert sinn sem þau lenda í verulegum vandræðum með því að beina athyglinni að umræddri fortíðarímynd. Framsóknarflokkurinn hefur í nærri heila öld verið flokkur sem byggist á því að leita að hinni rökréttu leið við úrlausn vandamála, fremur en pólitískum kreddum og átt stóran þátt í einhverri mestu framfarasögu 20.aldar - því að breyta Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt hið þróaðasta og farsælasta. Þrátt fyrir bankahrun er landið enn í efstu sætum lista yfir allt frá þjóðartekjum að jafnrétti. Stóra hættan er hins vegar sú að viðbrögðin við hruninu valdi meiri skaða en hrunið sjálft. En þrátt fyrir fjölmörg mistök á undanförnum tveimur árum getum við enn unnið okkur hratt til farsældar á ný. Það er háð því að stjórnmálamenn og aðrir hætti að líta á hrunið fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða pólitískar öfgar. Rökhyggja og skynsemiÁ undanförnum tveimur árum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að fórna tíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að bæta samfélagið. Heilsteyptara og heiðarlegra fólk er vandfundið. Þetta fólk endurbætti flokkinn sinn ekki fyrir sjálft sig heldur vegna þess að það trúir að skynsemdar-miðjustefna sé best til þess fallin að bæta lífskjör samborgaranna. Strax eftir hrun ræddum við að í því fælist tækifæri til að betrumbæta samfélagið og við byrjuðum hjá okkur sjálfum. Hvaða flokkur er betur til þess fallinn að ráðast í umbætur og endurnýjun í samfélaginu en flokkurinn sem endurnýjaði sjálfan sig? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hef ég fjallað um forystu framsóknarmanna í uppgjöri við fortíð, leiðandi stefnu í lýðræðisumbótum og málefnum heimila og atvinnulífs. Í síðustu grein rakti ég 10 af þeim málum sem Framsókn hefur barist fyrir síðastliðin 2 ár. Margt af því hefur þegar sannað gildi sitt og er nú ofarlega í umræðunni. Ástæða er til að nefna nokkur slík atriði til viðbótar. 11. SkjaldborginÞegar til stóð að leggja niður samráðshóp þingmanna um stöðu heimilanna síðast liðið vor, þar eð allar aðgerðir sem von væri á væru fram komnar, fengum við því afstýrt. Við töldum allt betra en ekkert en vöruðum ítrekað við því að hinar sértæku lausnir væru óraunhæfar. Það hefur nú sýnt sig þar sem aðeins 128 mál einstaklinga hafa verið leyst með þeim hætti. 12. Landflótti eða atvinnaÞegar við höfum rætt áhyggjur okkar af því að störf væru að tapast hratt á Íslandi og fólk að flytja af landi brott hefur því jafnan verið svarað á kunnuglegan hátt. Nú hefur komið á daginn að fólksflóttinn er sá mesti frá því á 19. öld. Við höfum reynt hvað við getum til að benda á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til atvinnuuppbyggingar og hvað þarf að gera til að þau verði nýtt. 13. Opin og fagleg stjórnsýslaFyrirspurnir framsóknarmanna leiddu í ljós að tugir starfsmanna höfðu verið ráðnir á nokkrum mánuðum án auglýsingar. Líklega hefur engin ríkisstjórn gengið jafnhart fram í því að fara á svig við lög til að raða sínu fólki á jötuna. 14. Fagmennska í stað flokksræðisÉg gerði grein fyrir því á flokksþinginu í fyrra að ég mundi leita ráða hjá þeim sem best þekktu til á hverju sviði óháð flokkstengslum. Margar þeirra lausna sem við höfum talað fyrir hafa komið fram með þeim hætti. Það er því ekki svo að allir flokkar séu lokaðir fyrir utanaðkomandi hugmyndum og reiði sig á pólitík fremur en sérfræðiþekkingu. 15. Staða ríkissjóðsÁbendingar framsóknarmanna um þá hættu sem fylgdi skuldastöðu ríkissjóðs og fullyrðingar um að ríkisstjórnin hefði hvorki gefið réttar upplýsingar um stöðuna né gripið til nauðsynlegra ráðstafana voru líklega meginrót hins linnulausa áróðurs um að framsóknarmenn væru neikvæðir. Síðan þá hefur komið í ljós að staða ríkissjóðs var helmingi verri en ríkisstjórnin fullyrti fyrir kosningar en um leið sannaðist að það sem við höfðum sagt um kostina í stöðunni reyndist líka rétt, þ.e. að staðan þyrfti hreint ekki að vera svo slæm ef gripið yrði til réttra ráðstafana. 16. Óhagkvæmar skattahækkanir og stefnuleysiFrá upphafi höfum við bent á að tilraunir ríkisstjórnarinnar til að skattleggja Ísland út úr kreppu væru óraunhæfar. Gagnrýnt var að í góðærinu hefðu stjórnvöld lækkað skatta. Hin hliðin á þeim peningi er sú að í kreppu hækka menn ekki skatta. Hvað getum við gert?Framsókn réðist í róttækari endurnýjun en dæmi eru um í íslenskri stjórnmálasögu, innleiddi ný vinnubrögð, sýndi að flokkurinn tekur almannahagsmuni fram yfir flokkshagsmuni. Þrátt fyrir þetta hefur umræða um flokkinn stöðugt verið látin snúast um ímynd úr fortíðinni. Þó ekki of nálæga fortíð og ekki of fjarlæga heldur mjög afmarkað tímabil og hlutdræga söguskýringu á því tímabili. Þetta er gert skipulega til að dreifa athyglinni frá endalausum mistökum stjórnvalda í samtímanum. Þannig þekki ég tiltekin dæmi um fjölmiðlamenn sem liðsinna stjórnvöldum í hvert sinn sem þau lenda í verulegum vandræðum með því að beina athyglinni að umræddri fortíðarímynd. Framsóknarflokkurinn hefur í nærri heila öld verið flokkur sem byggist á því að leita að hinni rökréttu leið við úrlausn vandamála, fremur en pólitískum kreddum og átt stóran þátt í einhverri mestu framfarasögu 20.aldar - því að breyta Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt hið þróaðasta og farsælasta. Þrátt fyrir bankahrun er landið enn í efstu sætum lista yfir allt frá þjóðartekjum að jafnrétti. Stóra hættan er hins vegar sú að viðbrögðin við hruninu valdi meiri skaða en hrunið sjálft. En þrátt fyrir fjölmörg mistök á undanförnum tveimur árum getum við enn unnið okkur hratt til farsældar á ný. Það er háð því að stjórnmálamenn og aðrir hætti að líta á hrunið fyrst og fremst sem tækifæri til að innleiða pólitískar öfgar. Rökhyggja og skynsemiÁ undanförnum tveimur árum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að fórna tíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að bæta samfélagið. Heilsteyptara og heiðarlegra fólk er vandfundið. Þetta fólk endurbætti flokkinn sinn ekki fyrir sjálft sig heldur vegna þess að það trúir að skynsemdar-miðjustefna sé best til þess fallin að bæta lífskjör samborgaranna. Strax eftir hrun ræddum við að í því fælist tækifæri til að betrumbæta samfélagið og við byrjuðum hjá okkur sjálfum. Hvaða flokkur er betur til þess fallinn að ráðast í umbætur og endurnýjun í samfélaginu en flokkurinn sem endurnýjaði sjálfan sig?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar