Kynþáttafordómar líðast ekki 15. september 2010 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun