Fótbolti

Ranieri hugsanlega rekinn um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina við það að vera rekinn úr starfi. Það aðeins nokkrum mánuðum eftir að hafa verið algjör hetja í herbúðum liðsins.

Það er allt farið í háaloft hjá félaginu í kjölfar lélegs gengis í upphafi tímabils. Það er þegar farið að orða Marcello Lippi, fyrrum þjálfara ítalska landsliðsins, við starfið. Ranieri gerir sér grein fyrir sinni stöðu.

"Það er einhver að fela sig í skugganum. Lippi? Nöfnin virðast vera í blöðunum. Eitthvað hljóta blöðin að vita. Ég vissi að Lippi vildi fá starfið mitt þegar ég var hjá Juventus," sagði Ranieri.

Framkvæmdastjóri Roma segir starf Ranieri ekki vera í hættu en fáir trúa því. Roma á leik gegn Inter á laugardag og tapist sá leikur er hermt að Ranieri verði rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×