Þetta er Framsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2010 22:00 Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun