Fótbolti

Leikmenn Barcelona vildu ekki fá Robinho

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Brasilíski sóknarmaðurinn, Robinho, hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast hjá Manchester City og hefur engan veginn staðist þær væntingar sem til hans eru gerðar hjá félaginu.

Robinho er langt frá sínu besta formi og hefur ekki enn náð skora í vetur. Hann segist nú vera tilbúinn að yfirgefa City og fara á lánssamningi til Barcelona út tímabilið í von um að finna sjálfan sig aftur.

Leikmenn Barcelona liðsins eru þó á öðru máli og hafa m.a. fyrirliði liðsins, Carles Puyol og miðjumaðurinn Xavi sagt þjálfara liðsins, Pep Guardiola, að hann muni bara skapa leiðindi í búningsherbergi Evrópumeistaranna.

Þjálfari City, Roberto Mancini, virðist vera tilbúinn að láta Robinho fara eftir slaka frammistöðu í vetur.

Mancini vill þó frekar að hann fari til Barcelona en Benfica eða Santos þar sem hann vill fá framherjann efnilega frá Barcelona, Bojan Krkic, til City á láni í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×