„Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi.
„Þótt margir í flokki hans hafi frá byrjun verið tortryggnir í garð lánsins frá AGS hefur ráðherrann við ýmis tækifæri viðurkennt mikilvægi AGS-pakkans. Sigfússon hefur staðist (sennilega gnístandi tönnum) flestar freistingar til að skella skuldinni af núverandi kreppu alfarið á öfgar kapítalismans," segir í skýrslunni.
Fram kemur að bandarísku sendiráðsstarfsmennirnir efist um túlkun Steingríms á framgangi viðræðna um Icesave. Breski sendiherrann hafi dregið upp mun dekkri mynd af þeim í viðræðum. Hann segði meðal annars að þeir hefðu uppi barnalegar áætlanir um endurgreiðslu Icesave. - gar