Þrískipting valdsins 29. september 2010 06:00 Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun