Ritun sögu Seðlabanka Íslands 23. febrúar 2010 06:00 Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ritun sögu Seðlabanka Íslands fyrir hálfrar aldar afmæli stofnunarinnar er opinbert verkefni og óþarft að dylgjur séu um það. Síðsumars 2007 leitaði bankastjórn til mín um að taka saman heimildir og gögn verkinu til undirbúnings, en þetta hafði lengi verið til umræðu innan bankans. Ég vann að þessu í hlutastarfi frá september til ársloka 2007 og skilaði því þá af mér. Þá var sú mynd komin á verkið að bankastjórn bað mig að halda áfram, og var skipuð ritnefnd til að fylgja málinu eftir. Ég hélt því áfram í samstarfi við ritnefndina allt árið 2008. Launagreiðslum lauk í árslok 2008 og verkið var afhent fullbúið um vorið 2009. Þetta rit um sögu Seðlabanka Íslands er hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Í megindráttum er þetta skýrsla um atburði og ákvarðanir sem einnig geti hentað fræðimönnum til frekari efnisvinnslu. Kaflar fjalla um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða eru kynnt mjög lauslega. Fylgt er atburðum og ákvörðunum í íslensku fjármálakerfi ár fyrir ár. Í aðalatriðum fjallar verkið um sögu Seðlabanka Íslands frá því stofnunin var aðskilin frá Landsbanka Íslands árið 1961. Auk þess er rakin saga íslenskra seðla og myntar lengra aftur og nokkrir aðrir þættir einnig. Ritnefnd hefur tvívegis lesið verkið yfir og ég gert breytingar í framhaldi af athugasemdum hennar. Efni verksins lýkur við árslok 2008 og er verkið 356 blaðsíður lesmál í A4 broti. Fyrir þetta verk fékk ég rúmlega 233 þús. kr. á mánuði síðustu fjóra mánuði ársins 2007 og tæplega 239 þús. kr. á mánuði allt árið 2008. Mér var sagt að þetta væri nærri launum framhaldsskólakennara en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð. Mér vitanlega hafa ekki verið teknar frekari ákvarðanir um afdrif verksins, en það stendur fyrir sínu nú þegar í bókasafni Seðlabanka Íslands svo langt sem það nær. Aftur á móti lýkur frásögu þess í miðjum klíðum atburða, þannig að eitthvað þarf að vinna frekara að því, útvega myndir o.fl., ef almenn útgáfa verður að ráði. Ég legg auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk. Höfundur er fyrrverandi seðlabankastjóri og lektor við Háskólann í Reykjavík.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun