Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands SB skrifar 30. júní 2010 19:44 Christian Wulff, nýr forseti Þýskalands. Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún. Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Eftir dramatískan dag á þýska þinginu var Christian Wulff kosinn forseti Þýskalands í þriðju umferð kosninganna milli hans og Joachim Gauk. Kosningin reyndi bæði á samstarf samsteypustjórnar kristilegra og frjálslyndra demókrata og framtíð Angelu Merkel sem kanslara. Angela Merkel lagði starf sitt að veði þegar hún tefldi Christian Wulff fram sem kandítat stjórnarinnar í starf forseta Þýskalands eftir að Horst Köhler sagði af sér sem forseti eftir ummæli sem hann lét falla um veru þýska hersins í Afganistan. Í kjölfarið tefldu græningjar og Sósíal demókratar Joachim Gauk fram sem fulltrúa sínum til embættis forseta. Gauk er þekktur baráttumaður frá Austur Þýskalandi og hafði meðal annars yfirumsjón með opnun Stasi skjalanna eftir fall Austur-þýsku kommúnistastjórnarinnar. Christan Wulff er helst þekktur fyrir að vera óumdeildur. Reynt hefur á samstarf Svart Gulu stjórnarinnar svokölluðu síðustu vikur og hefur stórblaðið Spiegel meðal annars birt myndir af Angelu Merkel og Guido Westerwelle, Utanríkisráðherra Þýskalands, á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: Hættið. Það var því mikil pressa á Angelu Merkel í dag þegar kosningarnar á þinginu fóru fram og þykir það til marks um veika stöðu hennar að ekki tókst að knýja fram úrslit fyrr en í þriðju umferð kosninganna. Hefðu kosningarnar farið á annan veg er líklegt að Angela Merkel hefði þurft að segja af sér og stjórnarkreppa tekið við í Þýskalandi. Angela Merkel, sagði nú fyrir skömmu í Tagesschau, að hún væri mjög ánægð með niðurstöðuna þrátt fyrir erfiðan dag á þinginu. "Ég er viss um að Þýskaland hefur eignast góðan forseta," sagði hún.
Erlent Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira