Víxlarekkinn í Alþingishúsinu Sighvatur Björgvinsson skrifar 8. september 2010 06:00 Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Svo háttaði til árum saman að við innganginn í sal neðri deildar Alþingis stóð rekki úr harðviði. Í honum var að finna það, sem taldist til nauðsynja í störfum alþingismanna. Dagblöðin, umslög og bréfsefni, risspappír, blýantar og byropennar - og víxileyðublöð allra bankastofnana í landinu og stærstu sparisjóða. Hvaða erindi áttu víxileyðublöðin þarna? Jú, þá voru forréttindi að fá lán hjá banka. Fyrirtækjahópar í góðum tengslum við helmingaskiptaflokkana höfðu forgang. Almenningur átti á brattann að sækja. Árangursríkast var að leita á náðir stjórnmálamanna. Biðja þá að tala við bankann. Þess vegna víxileyðiblöðin í rekkanum. Hjá þeim, sem mestir þóttu fyrirgreiðslustjórnmálamenn, stóðu víxileyðublöð upp úr jakkavösunum. Af hverju var þetta svona? Vegna þess, að enginn vildi eiga fé í banka. Þess vegna þurfti að skammta aðganginn. Sparnaður varð nánast enginn nema lögþvingaður. Skylduframlag í lífeyrissjóði. Skyldusparnaður hja ungu fólki. Til þess að komast að þeim lögþvingaða sparnaði greip ungt fólk oft til þess ráðs að ganga í gervihjónabönd. Þá náði unga fólkið fjármunum sínum út. Hvers vegna vildi fólk ekki eiga peninga í banka? Vegna þess að verðgildi peninganna brann upp. Sparnaðurinn, sem gamla fólkið ætlaði síðustu æviárum brann upp. Skírnargjafirnar sem góðhjartaðar ömmur gáfu ömmubörnum sínum til ávöxtunar urðu að engu. Fyrir lambsverð gefið í skírnargjöf lagt inn á reikning í sparisjóðnum var hægt að kaupa eina kótelettu við fermingu. Ef fólk eignaðist peninga var þeim betur varið til allra annara hluta en að "ávaxta" þá í banka. Af hverju þetta ástand? Vegna þess, að ávöxtun var langt undir verðbólgustigi. Ef þú lagðir peninga í bankann þá tapaðir þú. Ef þú fékkst lán í banka, þá hagnaðist þú. Mest varð tapið - og mestur hagnaðurinn - þegar gengi krónunnar var fellt. Þá græddu þeir mest, sem voru í náðinni hjá bönkunum. Þá töpuði þeir líka mestu, sem lagt höfðu fé sitt inn á innlánsreikninga. Í fjölmiðlum er nú oft rætt um Vilmund Gylfason. Meðal hans helstu baráttumála var að berjast gegn þeirri óhæfu, sem hér er líst. Ég tel það meðal mestu sigra okkar kynslwóðar í Alþýðuflokknum og meðal merkustu verka Ólafs heitins Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins að afnema þetta ástand. Að sjá til þess að óhætt væri að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Þá hvarf líka andi hins gamla Íslands eins og dögg fyrir sólu. Fyrirtækjahópar í náðinni græddu ekki lengur á að hafa forgang að lánsfé. Því voru þau orðin svo vön að þau kunnu ekki annað - og þau eru ekki lengur til. Fólk taldi óhætt að leggja sparifé sitt inn í banka. Frjáls sparnaður óx. Lögþvingaði skyldusparnaðurinn hjá unga fólkinu hvarf. Lífeyrissjóðirnir sáu allt í einu fram á að geta staðið við skuldbindingar. Og víxileyðublöðin hurfu úr rekkanum í Alþingishúsinu. Almenningur þurfti ekki lengur að leita á náðir stjórnmálamanna til þess að fá lán. Svo kom hrunið. Afleiðingar skefjalausrar frjálshyggju og skorts á eftirliti af hálfu opinberra aðila. Þá var fjármálakerfinu stefnt í hættu. Þá virtist ekki lengur óhætt að trúa innlánsstofnunum fyrir sparifé. Komið var í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Fyrir það á þjóðin Gylfa Magnússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra að þakka. Nú er aftur orðið óhætt að trúa bönkum fyrir fé. En þá virðist að ný alda sé að rísa. Menn vilji sjá „gamla Ísland" aftur. Þegar fólk, sem heimskaðist til þess að ávaxta fé sitt í banka, uppskar tryggingu fyrir tapi. Þegar aftur yrði takmarkað aðgengi að lánsfé. Þegar aftur þyrfti að innleiða skyldusparnað ungs fólks. Þegar gamla fólkið færi aftur að tapa ellilífeyri sínum. Þegar lambsverð við skírn væri orðið að kótelettu við fermingu. Þegar víxileyðublöðin kæmu aftur í rekkann í Alþingishúsinu. Umræðan á Íslandi þessa dagana er ekki á skynsömum nótum. Vissulega er sú ábending sönn og rétt, að fjöldi landsmanna á í erfiðleikum vegna skulda. Sumum er efalaust hægt að hjálpa. Öðrum ekki. Það sem ekki er skynsamlegt í umræðunni er sú tillaga að hverfa aftur til þess tíma, sem líst var hér í upphafi. Við, sem þá tíma munum, viljum ekki sjá þá aftur. Hvers vegna ekki? Vegna þess að verði það umhverfi aftur innleitt þá eru það ekki bankarnir sem tapa heldur þeir Íslendingar, sem afhenda bönkunum sparifé sitt til þess að þeir geti lánað þeim Íslendingum, sem á þurfa að halda. Jón og Gunna þurfa ekki að halda að þá bjóðist þeim lán, sem ekki þurfi að borga til baka í sömu verðmætum. Aðrir munu hafa forgang að takmörkuðu lánsfé eins og aðrir en Jón og Gunna höfðu aðgang að takörkuðu lánsfé hins "gamla Íslands" Vel má vera að með því að innleiða þetta gamla Íslands umhverfi upp á nýtt megi bjarga einhverjum. En að velja það björgunarúrræði umfram önnur þýðir að Ísland verður lagt í rúst - þá rúst sem rústabjörgunarsveitin hans Ólafs Jóhannessonar og samstarfsmanna hans úr Framsóknarflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi bjargaði þjóðinni úr á sínum tíma. Vilji menn afnema verðtryggingu er það best gert með því að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur í íslensku efnahagslífi sem einkennt hafa samfélagið um margra áratuga skeið. Lykilþáttur í því er að tryggja þjóðinni stöðugan gjaldmiðil. Sé það ekki hægt með íslensku krónunni - sjálfstæðri mynt á minnsta myntsvæði heims - þá verður þjóðin af fá annan og betri gjaldmiðil. Svo einfalt er það.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun