Umfjöllun: Fram bikarmeistari í fyrsta skiptið í ellefu ár Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 19:08 Framstúlkur fögnuðu dátt í leikslok í dag. Mynd/Daníel Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira