Umfjöllum: KR-ingar settu í skotgírinn gegn nýliðum Hauka Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2010 22:31 Semaj Inge mætti á sinn gamla heimavöll í kvöld. Mynd/Anton KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
KR-ingar höfðu betur gegn nýliðum Hauka í 3. umferð Iceland Express deild karla, 93-83, í DHL-Höllinn í kvöld. KR-ingar voru lengi í gang og máttu hafa sig alla við gegn spræku liði Hauka sem barðist af krafti. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta, 23-16. Haukar börðust vel í öðrum leikhluta og náðu að minnka muninn um tvö stig áður en flautað var til hálfleiks. Staðan í hálfleik var 41-36 fyrir heimamönnum en fyrrum leikmaður KR og núverandi leikmaður Hauka, Semaj Inge, var heitur og setti niður 16 stig í fyrri hálfleik. Haukar héldu uppteknum hætti í þriðja leikhluta og fór um marga stuðningsmenn KR þegar Haukar komust yfir um miðjan leikhlutann. Liðin skiptust á um forystuna þar til að Inge átti lokaorðið með góðu skoti og tryggði Haukum eins stigs forystu fyrir lokaleikhlutann 63-64. Það var frábær kafli KR-inga um miðjan lokaleikhlutann sem skildi á milli liðanna þegar upp var staðið. Ólafur Már Ægisson kveikti í heimamönnum með góðri innkomu og settu KR-ingar niður sex þrista í röð. Þar með náðu þeir góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi. Eftir þennan kafla var sigur KR-inga aldrei í hættu og sigruðu, 93-83. Haukar sýndu að þeir geta á góðum degi strítt hvaða liði sem er og fengu KR-ingar að finna fyrir því í kvöld. Haukar hreinlega svæfðu KR með hægri spilamennsku og náðu að stjórna leiknum. KR-ingar fundu taktinn fyrir utan þriggja stiga línuna þegar á reyndi en ekki er hægt að segja að frammistaða þeirra í kvöld hafi verið sannfærandi. Það var ekki fyrr en KR-ingar keyrðu upp hraðann undir lok leiksins að þeir sýndu sitt rétta andlit.KR-Haukar 93-83 (23-16, 18-20, 22-28, 30-19)KR: Pavel Ermolinskij 20 (18 fráköst, 9 stoðsendingar), Marcus Walker 16, Finnur Atli Magnússon 15 (6 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (4 fráköst), Fannar Ólafsson 11 (7 fráköst), Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5.Haukar: Semaj Inge 28 (8 fráköst, 6 stolnir), Gerald Robinson 23 (12 fráköst), Sævar Ingi Haraldsson 12 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Óskar Ingi Magnússon 9, Örn Sigurðarson 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Sveinn Ómar Sveinsson 1.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25 Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:25
Óskar Ingi: Lékum illa í fjórar mínútur „Við gefum öllum liðum hörkuleik. Munurinn á liðinum liggur í þessum kafla þegar KR setti hreinlega allt niður fyrir utan þriggja stiga línuna. Það var erfitt að koma tilbaka eftir það,“ sagði Óskar Ingi Magnússon, fyrirliði Hauka eftir tap gegn KR í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83. 17. október 2010 22:27
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum