Körfubolti

Isom og Visockis á Krókinn - líklega með gegn Hamri

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cedric Isom.
Cedric Isom. Mynd/Anton

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ákveðið að semja við Cedric Isom og Donatas Visockis út yfirstandandi tímabil í Iceland Express-deild karla í körfubolta.

Bandaríkjamaðurinn Isom lék áður með Þór á Akureyri hér á landi og er ætlað að fylla skarð Michaels Giovacchini sem hvarf á braut eftir að hafa meiðst.

Litháinn Visockis hefur aftur á móti aldrei spilað hér á landi áður en hann er 206 sentimetrar og ætti því að geta hjálpað Stólunum undir körfunni en hann lék fyrir áramót með liðum í neðri deildum á Spáni.

Samkvæmt heimasíðu Tindastóls er koma leikmannanna ætluð til þess að hjálpa liðinu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni en vonir standa til að báðir leikmennirnir verði klárir í slaginn þegar Stólarnir mæta Hamri á föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×