Háskólar í mótun 1. október 2010 06:00 Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Háskólar eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi og þróun háskólastigsins er eitt af brýnustu verkefnunum í menntalífi Íslendinga. Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, efnt hefur verið til opinna málþinga um háskólamál, erlendir og innlendir sérfræðingar hafa verið kallaðir til ráðgjafar og fundað reglulega með stjórnendum háskólanna. Tilgangurinn er ekki síst sá að standa vörð um gæði háskólastarfs á erfiðum tímum í efnahagslífi þjóðarinnar þar sem verulega þarf að draga úr ríkisútgjöldum. Stofnun háskóla á Íslandi má rekja aftur til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar en Íslendingar litu margir hverjir á það sem nauðsynlegt framfaramál fyrir sjálfstæða þjóð að eiga háskóla og það var enginn tilviljun að Háskóli Íslands var stofnaður á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Jón lagði þar fram mótaðar hugmyndir um hvernig hann vildi sjá skólakerfið á Íslandi vaxa - hvers konar skólar ættu að vera hér og hvað þeir skyldu kenna. Jón rökstuddi mál sitt skýrt: Skólunum var ætlað, hverjum á sínu sviði, að stuðla að framförum samfélagsins og mæta þörfum á hverri tíð og taldi Jón að menn mættu „ekki skirrast við þeim kostnaðarauka sem kljúfandi væri því engum peningum væri varið heppilegar en þeim sem keypt væri fyrir andleg og líkamleg framför sem mest mætti verða." Alhliða háskólanetÁ þeim tímum sem við nú lifum er þessi rökræða daglegt brauð - hvaða kostnaðarauki er kljúfandi og hverju þarf að fórna? Vissulega er staða íslenska ríkisins erfið en stefnt er að jafnvægi í ríkisfjármálum og við erum langt komin í þeirri vegferð. Við niðurskurð þarf hins vegar að hafa það að leiðarljósi að hann valdi sem minnstum skaða og í kjölfarið getum við á nýjan leik stefnt að enn frekari uppbyggingu öflugs háskólakerfis. Það er meðal annars af þeim sökum sem ég hef lagt fram hugmyndir um aukið samstarf opinberra háskóla og þeir sameinist undir einum hatti í þeirri trú að við mætum best þeim niðurskurði sem er fram undan með því að taka höndum saman og leggja saman krafta okkar - á sama tíma og við verjum háskólastarf, kennslu og rannsóknir á hverjum stað. Hugtakið „universitas" hefur verið notað um háskóla sem býður upp á nám, miðlar og skapar þekkingu á flestum þeim námssviðum sem móta undirstöðu í hverju samfélagi. Háskólar hafa ekki fyrir tilviljun byggst upp með þessum hætti. Það er ótvíræður kostur fyrir nemendur að geta mótað sitt nám þvert á tilteknar deildir eða svið og áskoranir fyrir fræðimenn að vera vakandi fyrir hinu stóra samhengi ólíkra fræðisviða. Til dæmis er ekki til sérstakt fræðasvið í háskólum landsins um sjálfbærni en ljóst að viðfangsefnið sjálfbærni snertir flestar háskóladeildir. Víða hefur samvinna deilda aukist til muna einmitt til að rannsaka og þróa aðkallandi viðfangsefni samtíðarinnar. Til að auka enn frekar vægi þess og kosti að byggja hér upp alhliða „universitas" hefur verið mótuð stefna sem nær til allra opinberra háskóla í landinu þar sem megintilgangurinn er að byggja upp samstarfsnet milli þeirra. Í því felst m.a. eitt gæðakerfi og samræmt gæðamat, eitt upplýsingakerfi og sameiginleg stoðþjónusta, eitt vinnumatskerfi, og síðast en ekki síst sameiginleg miðstöð framhaldsnáms með höfuðáherslu á doktorsnám. Vonir standa til að þessi heildræna sýn efli enn frekar háskólakennslu, rannsóknir og nýsköpun og skapi forsendur fyrir frekari fjölbreytni, verkaskiptingu og hagræðingu þar sem hennar er þörf um leið og hvergi er slegið af kröfum um öfluga háskólastarfsemi víðs vegar á landinu. Fjarkennsla verður notuð í auknum mæli til að bjóða upp á fjölbreytt nám víða á landinu með samstarfi við þekkingarsetur og símenntunarmiðstöðvar. Háskóli Íslands verður þungamiðjan í netinu enda sá skóli sem býður upp á fjölbreyttast nám og rannsóknir. Það er von mín að samhliða þessu muni þeir einkareknu skólar sem mesta samlegð hafa, þ.e. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst leggja saman krafta sína í auknum mæli. Með auknu samstarfi og verkaskiptingu er von til þess að við getum staðið vörð um gæði í háskólastarfi þó að ljóst sé að komandi niðurskurður verði háskólasamfélaginu mjög erfiður.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar