Orkuframleiðsla og umhverfisvernd 5. júlí 2010 06:00 Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Aðstoðarframkvæmdastjórinn heldur því fram að ég fari rangt með staðreyndir þegar ég fjalla um þau mörk sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) setur um brennisteinsvetni í andrúmslofti. Við deilum ekki um að WHO mörkin eru sett við 150 milligrömm í rúmmetra til að koma í veg fyrir bráðaáhrif. Þekkt bráðaáhrif eru við 15.000 milligrömm en WHO setur mörkin við 1% þeirrar tölu til að gæta fyllstu varúðar. En aðalatriði málsins er að mörkin í umræddri reglugerð eru sett lægri en WHO mörkin til að verja almenning fyrir mögulegum langtímaáhrifum mengunarinnar og til að koma í veg fyrir megna lyktarmengun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku skautar framhjá þeirri staðreynd. Þá telur hann til þau rök að brennisteinsvetni hafi einu sinni mælst yfir mörkum WHO frá því að Hellisheiðarvirkjun var tekin í notkun. Engu að síður hafa margar kvartanir borist vegna óþæginda vegna sterkrar lyktar, jafnvel á þeim dögum þar sem gildin hafa verið verulega undir mörkum WHO. Nýlegar rannsóknir gefa líka vísbendingar um að brennisteinsvetni hafi áhrif á heilsu fólks við talsvert lægri styrk en við mörk WHO. Það eru því rík fagleg rök fyrir því að setja strangari mörk í reglugerð en þau sem WHO miðar við. Því næst snýr aðstoðarframkvæmdastjórinn út úr þegar hann vekur athygli á þeim ummælum mínum að m.a. Finnar hafi sett strangari reglur en gert er með umræddri reglugerð. Hann segir: ,,Hjá Samorku er okkur ekki kunnugt um að Finnar státi af jarðvarmavirkjunum. /.../ Við gætum að sama skapi án nokkurra vandamála skákað Finnum og sett hér mun strangari reglur en þeir hafa gert um rekstur kjarnorkuvera." Finnar setja sín mörk vegna þess að brennisteinsvetni er hluti af þeirri mengun sem verður til við framleiðslu pappírs. Aðstoðarframkvæmdastjórinn verður sjálfur að svara því hvort hann vissi ekki betur eða kaus að villa um fyrir almenningi með útúrsnúningi. Að lokum vekur aðstoðarframkvæmdastjórinn athygli á því að reglugerð um brennisteinsdíoxíð setji sex sinnum hærri mörk en WHO mælir með. Hvort að hann álíti það rök fyrir því að hér séu aldrei sett strangari mörk en þau sem WHO miðar við skal ósagt látið. Ástæðan fyrir háum mörkum brennisteinsdíoxíðs í reglugerð miðað við WHO mörkin er sú að WHO lækkaði sín mörk eftir að reglugerðin var sett. Þess vegna hefur umhverfisráðuneytið haft það til athugunar að lækka mörk reglugerðarinnar. Íslenskum stjórnvöldum ber að taka ákvarðanir og móta stefnu sína í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Ákvarðanataka felur í sér mat á ólíkum hagsmunum, t.a.m. hagsmunum orkufyrirtækja og almennings. Undanfarin ár hafa pólitískar áherslur verið með þeim hætti að hagsmunir orkufyrirtækja hafa vegið þyngra en hagsmunir almennings. Það er því kannski eðlilegt að fulltrúar orkufyrirtækja hrökkvi við þegar áherslurnar breytast. Almenningur ákvað í síðustu kosningum að kjósa stjórnmálaflokka sem setja sjónarmið náttúru- og umhverfisverndar á oddinn. Þær áherslur eru því í fyrirrúmi við stefnumótun og ákvarðanatöku umhverfisráðherra. Íslensk orkufyrirtæki stæra sig af grænni orku, segjast stuðla að sjálfbærri þróun og markaðssetja sig sem slík. Því mætti ætla að í samræmi við þann metnað að þau tækju því fagnandi að settar séu reglur sem takmarka mengun frá starfsemi þeirra. Sú sýn sem fram kemur í grein Samorku hlýtur því að vera í nokkru ósamræmi við þá stefnu. Framleiðsla umhverfisvænnar orku hefur verið hluti af þjóðarstolti okkar Íslendinga og skapað okkur sérstöðu um allan heim. Því ættu fulltrúar orkufyrirtækja að líta á ríkisvaldið sem bandamann sinn í því að skapa græna umgjörð í kringum orkufyrirtækin en ekki sem andstæðing.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun