Svavar Gestsson: Eins og Indefence – og fleiri 18. maí 2010 06:00 Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um fjármögnun flokkanna. Það er gott. Þess sér stað í kosningabarátunni að minna er um auglýsingar en áður - a.m.k. enn sem komið er. Allt er það á sínum stað. Það er stórkostleg framför sérstaklega frá þeim tíma þegar frambjóðendur sama flokks gengu fyrir dyr bankastjóra eins og bónbjargarmenn - ekki til að taka lán heldur til þess að sníkja peninga í kosningabaráttuna á móti félögum sínum. Þannig var oft staðið að framboðum, meðal annars að fyrsta framboði Samfylkingarinnar 1999. Það var slæmt. Enginn spurði þá hver borgaði; aðalspennan var sú hversu margir hefðu tekið þátt í prófkjörinu. Fjölmiðlar sinntu ekki þessu eftirlitshlutverki sínu því miður. En nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna. Og allir fagna því; einnig þeir sem söfnuðu hæstum upphæðum. Það er vel; það er til marks um nýja tíma. En það er líka til marks um nýja tíma að flokkarnir eru ekki einu áhrifavaldarnir í stjórnmálum. Það sem kallað er þrýstihópar getur skipt miklu máli. Dæmi um það er Indefence-hópurinn. Þar er mikið af góðu og heiðarlegu fólki og það fólk vill örugglega að gerð verði grein fyrir fjármálum Indefence - það hefur kannski verið gert? Það minnir á að lögin um fjármál stjórnmálaflokka og framboða mega ekki aðeins ná til þeirra sem bjóða fram til forseta, Alþingis og sveitarstjórna. Það þarf líka að ná til þrýstihópa sem ég vildi eiginlega frekar kalla til dæmis áhrifasamtök eða eitthvað þess háttar. Undirskriftasöfnun Indefence hafði mikil áhrif fyrr í vetur, a.m.k. á forsetann. Þess vegna er brýnt að frumvarpið sem Alþingi fjallar um taki til allra sem beita sér gagngert fyrir því að hafa áhrif á skoðanir almennings. Eins og Indefence. Og fleiri.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar