Atli bjóst ekki við ákærum 30. september 2010 04:00 Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rannsóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunnar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna einhverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverjir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi," segir Atli. Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann. „Það er mér afar mikið umhugsunarefni að sjö ráðherrar úr svonefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þingmenn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg samstaða þeirra réð úrslitum um niðurstöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðlilegt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá." Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefndarinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sérfræðinga og aðra." Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tímabundið leyfi með hann beið niðurstöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj
Alþingi Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira