Innlent

Lagalegu fyrirvararnir skipta miklu máli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Höskuldur Þórhallsson segir of snemmt að tjá sig um samninginn að svo komnu máli. Mynd/ Anton.
Höskuldur Þórhallsson segir of snemmt að tjá sig um samninginn að svo komnu máli. Mynd/ Anton.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins segist vilja vera spar á yfirlýsingar um nýja Icesave samninginn þangað til hann sé búinn að kynna mér samninginn í þaula. En miðað við það sem kynnt hafi verið fyrir honum virðist samningurinn vera sanngjarnari á margan hátt.

„Ég á eftir að fara í gegnum samninginn sjálfan og athuga hvort til dæmis lagalegu fyrirvararnir, sem skiptu þjóðina tugi milljörðum, séu inni og hvort það sé búið að gæta að hagsmunum Íslendinga þar," segir Höskuldur.

Höskuldur vill skoða samningana og fylgiskjölin. Eftir það muni menn vilja heyra í sérfræðingum í fjárlaganefnd og taka upplýsta ákvörðun um samninginn í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×