Handjárnuð barin og nauðgað í átta ár Óli Tynes skrifar 6. september 2010 11:10 Kampusch og Priklopil. Natascha Kampusch var tíu ára gömul á leið í skólann þegar Wolfgang Priklopil rændi henni árið 1998. Næstu átta árin var henni haldið fanginni í lítilli steinkompu undir kjallara bílskúrsins við heimili Priklopils. Í ævisögu sem kemur út í dag segir hún frá því að hún hafi mátt þola stanslausar barsmíðar þegar hann var að brjóta hana undir vilja sinn. Hlýddu, hlýddu, hlýddu ómaði stöðugt í eyrum hennar. Hann skipaði henni að finna sér nýtt nafn því hún væri ekki lengur Natascha. Nú tilheyrði hún honum Handjárnuð við nauðgarann Hún átti líka að kalla hann meistara eða herra. Þegar hann tók hana í sitt eigið rúm var hún handjárnuð við hann til þess að hún gæti ekki flúið meðan hann svæfi. Hann neyddi hana til þess að krúnuraka sig og vinna hálfnakin sem þjónustustúlka á heimilinu. Talsvert hefur verið fjallað um samband hennar við mannræningjann, sem þótti undarlegt. Eftir að henni loks tókst að flýja var eins og henni þætti vænt um hann. Í bókinni segir hún að hún hafi gert örvæntingafullar tilraunir til þess að gera tilveru sína á einhvern hátt eðlilega. Hún hafi beðið Priklopil um að breiða yfir sig á kvöldin og segja sér sögu. Hún hafi jafnvel beðið hann um að kyssa sig góða nótt. Og hann spilaði með, segir hún. Natöschu tókst loks að flýja í ágúst árið 2006 meðan Priklopil var að þrífa bíl sinn. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir járnbrautarlest, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans. Erlendar fréttir ársins 2010 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Natascha Kampusch var tíu ára gömul á leið í skólann þegar Wolfgang Priklopil rændi henni árið 1998. Næstu átta árin var henni haldið fanginni í lítilli steinkompu undir kjallara bílskúrsins við heimili Priklopils. Í ævisögu sem kemur út í dag segir hún frá því að hún hafi mátt þola stanslausar barsmíðar þegar hann var að brjóta hana undir vilja sinn. Hlýddu, hlýddu, hlýddu ómaði stöðugt í eyrum hennar. Hann skipaði henni að finna sér nýtt nafn því hún væri ekki lengur Natascha. Nú tilheyrði hún honum Handjárnuð við nauðgarann Hún átti líka að kalla hann meistara eða herra. Þegar hann tók hana í sitt eigið rúm var hún handjárnuð við hann til þess að hún gæti ekki flúið meðan hann svæfi. Hann neyddi hana til þess að krúnuraka sig og vinna hálfnakin sem þjónustustúlka á heimilinu. Talsvert hefur verið fjallað um samband hennar við mannræningjann, sem þótti undarlegt. Eftir að henni loks tókst að flýja var eins og henni þætti vænt um hann. Í bókinni segir hún að hún hafi gert örvæntingafullar tilraunir til þess að gera tilveru sína á einhvern hátt eðlilega. Hún hafi beðið Priklopil um að breiða yfir sig á kvöldin og segja sér sögu. Hún hafi jafnvel beðið hann um að kyssa sig góða nótt. Og hann spilaði með, segir hún. Natöschu tókst loks að flýja í ágúst árið 2006 meðan Priklopil var að þrífa bíl sinn. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að stökkva fyrir járnbrautarlest, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans.
Erlendar fréttir ársins 2010 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira