Körfubolti

Nick Bradford kemur til Íslands í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford í leik með Grindavík í fyrra.
Nick Bradford í leik með Grindavík í fyrra. Mynd/Rósa
Njarðvíkingar vonast til þess að ganga frá samningi við Bandaríkjamaninn Nick Bradford þegar hann lendir á Íslandi í kvöld. Bradford er á leiðinni frá Finnlandi eftir að hafa verið rekinn frá Kataja á dögunum.

Nick Bradford hefur staðið sig frábærlega með Keflavík og Grindavík og er löngu búinn að sanna styrk sinn í íslensku deildinni. Hann varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sín þar og var aðeins einni sókn frá því að vinna titilinn með Grindavík í fyrra.

„Ég heyrði í honum áðan og hann lendir hérna í kvöld klukkan hálf ellefu. Þá verður dæmið klárað með honum og þá ætti þetta að vera komið. Það er samt alltaf þetta ef," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur.

Sigurður Ingimundarson þjálfaði Nick hjá Keflavík þegar þeir urðu Íslandsmeistarar saman 2004-05.

„Hann getur vonandi byrjað að æfa með okkur um helgina en þangað til að hann er lentur og þangað til að hann er búinn að skrifa undir þá er hann ekki orðinn leikmaður okkur," sagði Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×