Alveg óvíst hver endanleg upphæð verður Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 19:08 „Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu. Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Grundvallarspurningin sem við stóðum frammi fyrir var þessi. Hvernig semur maður um greiðsluskilmála af skuld sem maður veit ekki hver er og mun ekki vita um nokkur ár?" Þetta sagði Lee Buchheit, aðalsamningamaður Íslendinga í Icesave deilunni, á blaðamannafundi sem hófst í Iðnó laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann sagði að rætt hefði verið við Breta og Hollendinga út frá þeirri forsendu að ef greiðslur yrðu hærri en gert hafði verið ráð fyrir þá yrði kannski að gera ráð fyrir því að Íslendingar gætu ef til vill ekki staðið við skuldbindingarnar. Nú væri hins vegar horft á málið út frá þeim forsendum að þess er vænst að eignir gamla Landsbankans standi undir Icesave láninu. Og ef ekki öllu þá muni eignirnar að minnsta kosti standa undir mestu af skuldinni. Þetta geti hins vegar enginn vitað með vissu. Buchheit staðfesti að Íslendingar munu byrja að greiða af láninu árið 2016. Greiðslutímabilið mun miðast við það hversu mikið mun standa eftir af skuldinni á þeim tíma. Ef það verður minna en 45 milljarðar íslenskra króna mun það verða greitt mjög hratt upp, jafnvel á einu ári. Ef eftirstöðvar lánsins verða hærri mun greiðslutímabilið lengjast, allt til ársins 2045. Sá greiðslutími miðast hins vegar við verstu mögulegu niðurstöðu. Buchheit staðfesti að lánið frá Hollendingum ber 3% vexti en lánið frá Bretum ber 3,3% vexti og liggur munurinn í mismunandi fjármögnunarkostnaði ríkjanna tveggja á láninu.
Icesave Tengdar fréttir Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25 Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18 Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07 Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45 Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17 Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greiða Hollendingum 3% vexti Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér. 9. desember 2010 16:25
Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun „Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis. 9. desember 2010 14:18
Fundum um Icesave í London er lokið Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands í Icesave - málinu funduðu í Lundúnum í gær og er fundunum lokið. 9. desember 2010 08:07
Umtalsvert lægri vextir Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. 9. desember 2010 17:45
Samninganefndin á leið heim með nýjan Icesavesamning Samninganefnd Íslands, undir forystu Lee Buchheit er á leið til landsins með nýjan Icesave samning, samkvæmt heimildum fréttastofu. 9. desember 2010 10:39
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9. desember 2010 11:17
Icesave-samninganefndin komin til landsins Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag. 9. desember 2010 15:00