Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2010 22:22 Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór. Keflvíkingar höfðu aðeins unnið einn leik það sem af er tímabilsins og hafa valdið töluverðum vonbrigðum. KR-ingar eru aftur á móti með þrjá sigurleiki á bakinu og hafa sýnt fína takta í byrjun móts. Lazar Trifunovic, nýr leikmaður Keflvíkinga, var komin með leikheimild og tilbúin í slaginn og Valentino Maxwell var búin að jafna sig af meiðslum og einnig í liðinu. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir Keflvíkinga og ekkert annað kom til greina en sigur. KR-ingar eru ekki þekktir fyrir að koma rólegir í Toyota-höllina og því mátti búast við hörku leik í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 13-3 eftir nokkrar mínútur. Keflvíkingar voru greinilega virkilega vel stemmdir og mikil barátta einkenndi leik þeirra. KR-ingar voru aðeins skugginn af sjálfum sér og lítið virtist ganga upp hjá þeim. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst rétt eins og sá fyrsti en Keflvíkingar héldu áfram að keyra á KR-inganna og náðu fljótlega 17 stiga forystu , 35-18. Gestirnir virtust þá hrökkva í gang og sóknarleikur þeirra fór að ganga mun betur. Hægt og rólega komst KR meira inn í leikinn og staðan í hálfleik var 53-45 og allt galopið. Þriðji fjórðungurinn fór fjörlega af stað og núna voru það gestirnir í KR sem voru að spila vel. Munurinn var lítill á liðunum nánast allan fjórðunginn og staðan 76-69 fyrir lokaleikhlutann. Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, lenti snemma í síðari hálfleiknum í villuvandræðum en hann lét mikið dæma á sig sóknarvillu og lék nánast ekkert í þriðja leikhlutanum. Loka fjórðungurinn var mjög svo spennandi og fá stig skyldu liðin að nánast allan leikhlutann. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu KR-ingar að jafna leikinn 86-86. Heimamenn héldu engu að síður áfram sínum leik og náðu að innbyrða frábæran vinnusigur í lokin. Hörður Axel Vilhjálmsson var mikilvægur undir lokin á vítalínunni, en hann steig ekki feilspor á punktinum í fjórða leikhlutanum. Lazar Trifunovic var atkvæðamestur hjá Keflavík með 26 stig en maður leiksins var Marcus Walker, leikmaður KR-ingar en hann skoraði 28 stig. Keflvíkingar léku virkilega vel á köflum í leiknum og eru heldur betur mættir á þetta Íslandsmót.Keflavík - KR 95-91 (53-45) Keflavík: Lazar Trifunovic 26/ 10 fráköst/ 5 stoðsendingar, Valentino Maxwell 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6/3 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/4 fráköst. KR: Marcus Walker 28/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Fannar Ólafsson 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/ 5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/4 fráköst, Skarphéðin Ingason 2, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór. Keflvíkingar höfðu aðeins unnið einn leik það sem af er tímabilsins og hafa valdið töluverðum vonbrigðum. KR-ingar eru aftur á móti með þrjá sigurleiki á bakinu og hafa sýnt fína takta í byrjun móts. Lazar Trifunovic, nýr leikmaður Keflvíkinga, var komin með leikheimild og tilbúin í slaginn og Valentino Maxwell var búin að jafna sig af meiðslum og einnig í liðinu. Það var því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir Keflvíkinga og ekkert annað kom til greina en sigur. KR-ingar eru ekki þekktir fyrir að koma rólegir í Toyota-höllina og því mátti búast við hörku leik í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust strax í 13-3 eftir nokkrar mínútur. Keflvíkingar voru greinilega virkilega vel stemmdir og mikil barátta einkenndi leik þeirra. KR-ingar voru aðeins skugginn af sjálfum sér og lítið virtist ganga upp hjá þeim. Staðan var 29-18 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti hófst rétt eins og sá fyrsti en Keflvíkingar héldu áfram að keyra á KR-inganna og náðu fljótlega 17 stiga forystu , 35-18. Gestirnir virtust þá hrökkva í gang og sóknarleikur þeirra fór að ganga mun betur. Hægt og rólega komst KR meira inn í leikinn og staðan í hálfleik var 53-45 og allt galopið. Þriðji fjórðungurinn fór fjörlega af stað og núna voru það gestirnir í KR sem voru að spila vel. Munurinn var lítill á liðunum nánast allan fjórðunginn og staðan 76-69 fyrir lokaleikhlutann. Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, lenti snemma í síðari hálfleiknum í villuvandræðum en hann lét mikið dæma á sig sóknarvillu og lék nánast ekkert í þriðja leikhlutanum. Loka fjórðungurinn var mjög svo spennandi og fá stig skyldu liðin að nánast allan leikhlutann. Þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum náðu KR-ingar að jafna leikinn 86-86. Heimamenn héldu engu að síður áfram sínum leik og náðu að innbyrða frábæran vinnusigur í lokin. Hörður Axel Vilhjálmsson var mikilvægur undir lokin á vítalínunni, en hann steig ekki feilspor á punktinum í fjórða leikhlutanum. Lazar Trifunovic var atkvæðamestur hjá Keflavík með 26 stig en maður leiksins var Marcus Walker, leikmaður KR-ingar en hann skoraði 28 stig. Keflvíkingar léku virkilega vel á köflum í leiknum og eru heldur betur mættir á þetta Íslandsmót.Keflavík - KR 95-91 (53-45) Keflavík: Lazar Trifunovic 26/ 10 fráköst/ 5 stoðsendingar, Valentino Maxwell 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6/3 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/4 fráköst. KR: Marcus Walker 28/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13/9 fráköst, Fannar Ólafsson 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 13/ 5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 10/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 9/4 fráköst, Skarphéðin Ingason 2, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira