Sjávarútvegsmál og ESB aðild 3. ágúst 2010 06:00 Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið fyrir að sameiginleg stefna Evrópusambandsríkja í sjávarútvegsmálum væri andstæð hagsmunum Íslands enda mörkuð fyrir aðstæður í Norðursjó. Utanríkisráðherra lagði mál okkar fyrir við upphaf samningaviðræðna í Brussel 27. júlí. Mikilsvert er að menn átti sig á samningsmarkmiðum Íslands til að tryggja varanleg yfirráð yfir auðlindinni samfara fullu viðskiptafrelsi. Ráðherra lagði áherslu á hið einstaka vægi sjávarútvegsins fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og þá staðreynd að fiskveiðilögsagan liggur ekki að lögsögu nokkurs ESB-ríkis. Fiskistofnar landgrunnsins okkar eru yfirleitt staðbundnir og engin þjóð hefur veiðireynslu við Íslandsstrendur eða tilkall til neinna veiða hér skv. reglum ESB. Sértæk stjórnun okkar á eigin fiskimiðum tæki mið af sérstökum aðstæðum Íslands og væri reyndar í samræmi við reglur ESB sem má beita við stjórnun strandríkis á nálægum fiskimiðum sínum. Það hefur margoft verið sagt að Ísland eigi fram undan erfiða samninga um að ná aðgengilegum lausnum fyrir sjávarútveginn. Verra er ef grafið er undan samningamönnum með fullyrðingum heimamanna um að samningar séu til einskis og þjóðin eigi að vera andsnúin Evrópusambandinu, eins og Morgunblaðið heldur fram. Ber væntanlega svo að skilja, að þar á bæ liggi fyrir full vitneskja um samningsniðurstöður og engin þörf á að þjóðin fái að lokum að segja sitt. Talsmenn Evrópusambandsins hafa lýst áhyggjum yfir að því aðildarumsókn Íslands njóti þverrandi stuðnings meðal þjóðarinnar. Kallað er eftir upplýstri umræðu í stað óupplýsts hræðsluáróðurs. Er nú ekki tími til kominn að Morgunblaðið hefji á ný óhlutdræga upplýsingu um Evrópumál? Fyrsta skrefið gæti verið að taka undir þau sjónarmið varðandi sjávarútvegsmál sem utanríkisráðherra lýsti við upphaf aðildarsamninganna. Væri það þjóðhollusta og í anda þess sem segir í grein sr. Þóris Stephensen í Morgunblaðinu 28. júlí.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar