Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar og Theódór Elmar báðir valdir aftur í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Mynd/Daníel
Ólafur Jóhannesson mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag fyrir leikinn á móti Portúgal 12. október næstkomandi. Ólafur missti sjö leikmenn yfir í 21 árs liðið og fyrirliðana Sölva Geir Ottesen og Brynjar Björn Gunnarsson í meiðsli og þarf því að gera miklar breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Cristiano Ronaldo og félögum.

Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Ólafur valið bæði Theódór Elmar Bjarnason og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í landsliðshópinn en þeir hafa báðir hafa verið fjarverandi frá landsliðinu í nokkurn tíma.

Gunnar Heiðar, sem leikur með Fredrikstad í norsku b-deildinni, lék síðast í 1-1 jafntefli á móti Aserbaídsjan 20. ágúst 2008. Hann hefur leikið 21 landsleik og skorað í þeim 5 mörk.

Theódór Elmar, sem spilar með IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni, lék síðast með landsliðinu í 2-0 sigri á Liechtenstein 11. febrúar 2009. Theódór Elmar hefur leikið 9 landsleiki en á enn eftir að skora.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×