Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum 9. nóvember 2010 06:00 Biðröð eftir nauðsynjum Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. Fréttablaðið/GVA Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira
Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira