Reikningurinn falinn í gjaldþrota bönkum 9. nóvember 2010 06:00 Biðröð eftir nauðsynjum Þótt erlendir lánardrottnar taki á sig fjárhagslegt tjón hrunsins verða Íslendingar að glíma við afleiðingar þess fyrir raunhagkerfið, segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor í Vísbendingu. Fréttablaðið/GVA Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Erlendir aðilar bera allan fjárhagslegan kostnað af hruninu og borga einnig hallann á viðskiptum Íslands við útlönd á síðustu árum. Þetta segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor að hafi gleymst í þeirri miklu ólgu sem verið hafi hér á landi frá því að bankarnir fóru á hliðina í október 2008. Í nýlegri grein í efnahagsritsinu Vísbendingu ber Gylfi saman skuldastöðu þjóðarinnar erlendis í „upphafi ævintýrisins" árið 2003 og svo árið 2010. „Niðurstaða þessa yfirlits er sú að skuldastaða Íslands erlendis sé furðulega góð þegar tillit er tekið til erlendra eigna þjóðarbúsins, þótt miklar brúttóskuldir feli vissulega í sér hættu," segir hann í greininni. Gylfi segir hreinar skuldir á öðrum ársfjórðungi þessa árs geta verið minni á öðrum ársfjórðungi þessa árs en þær voru á öðrum ársfjórðungi 2003, jákvæð eignastaða um 2,6 prósent, í stað neikvæðrar um 68 prósent af vergri landsframleiðslu. „Ef hrein skuldastaða gagnvart útlöndum hefur ekki breyst eða mögulega batnað á tímabilinu er niðurstaðan sú, að erlendir lánardrottnar hafi greitt fyrir viðskiptahallann og hann sé hluti af því tjóni sem erlendir lánardrottnar hafi orðið fyrir hér á landi," segir Gylfi og bendir á að eftir standi bílafloti, byggingar og borgarhverfi, en reikningurinn sé falinn í gjaldþrota bönkum. Gylfi Zoëga Gylfi slær engu að síður þann varnagla að tveir stóru viðskiptabankanna séu nú í eigu erlendra aðila. „Einnig hefur landið glatað lánstrausti sínu og óvíst hvert skuldaóþol (e. debt intolerance) erlendra lánardrottna gagnvart Íslandi verður í framtíðinni." Um leið bendir Gylfi á að þótt landið virðist sleppa vel þegar litið sé á stöðu þess gagnvart útlöndum, þá eigi ekki hið sama við um ýmsa þjóðfélagshópa. Íslendingar verði eftir sem áður fyrir þeim skakkaföllum sem fylgi hruni bóluhagkerfis, atvinnuleysi, skerðingu kaupmáttar og samdráttar framleiðslu. Meginverkefni stjórnvalda segir Gylfi nú hljóta að vera að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að greiðslufall íslenskra banka og fyrirtækja árin 2008 og 2009 sé undantekning frá reglunni. „Markmiðið hlýtur að vera að tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að erlendu fjármagni á sem lægstum vöxtum og gera landið eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta. Einungis með þeim hætti er unnt að rjúfa einangrun landsins, vinna bug á gjaldeyriskreppunni og bæta lífskjör." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira