Ögmundur Jónasson : ASÍ: Icesave er stóriðjustefna Ögmundur Jónasson skrifar 10. apríl 2010 06:00 Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Tveir valinkunnir menn skrifa greinar á sömu opnuna í Fréttablaðinu í dag. Svavar Gestsson notar innsæi sitt til að halda því fram að þúsundir Íslendinga séu atvinnulausir vegna tafa á Icesave samningnum, einkum vegna of hás vaxtastigs. Hann leiðir að því líkum að vextir væru lægri og gengið hærra ef við hefðum tekið á okkur tugi milljarða aukalega í erlendum skuldbindingum. Það þarf hrausta menn og fróða til að halda slíku fram en slíkt mun hvorki mögulegt að sanna né afsanna. Hann vísar í vísindamennina hjá Moody"s sér til stuðnings, en rannsóknir þeirra hafa sýnt að horfur á Íslandi eru ekki lengur „stöðugar“ heldur „neikvæðar“. Óskandi væri að fjölmiðlar væru duglegri að upplýsa okkur nánar um mat Moody"s og annarra ámóta álitsgjafa; fara í saumana á staðhæfingum þeirra og því sem að baki þeim býr. Þannig hlýtur það að teljast athyglisvert að Moody"s telur líklegt að Icesave málið klárist, með betri kjörum fyrir Ísland en áður var samið um. Þá verði horfum breytt aftur í stöðugar þar sem Norðurlandaþjóðirnar munu þá opna aftur fyrir lán sín. Ef Moody’s telur þetta vera líklega niðurstöðu, af hverju eru þá horfurnar neikvæðar? Ólafur Darri hjá Alþýðusambandi Íslands ljóstrar því upp að töf á Icesave valdi fyrst og fremst töfum á stóriðju. Þannig að samhengið er nú að verða öllum ljóst. Það er ekki aðeins samhengi á milli Icesave og AGS, heldur einnig á milli Icesave og stóriðjustefnunnar. Alla vega í huga ASÍ. Það mun hins vegar vera staðreynd að það er ekki meirihluti meðal þjóðarinnar fyrir áframhaldandi stóriðjustefnu. „Töf“ á Icesave ætti ekki að vera andstæðingum stóriðju og innflutnings á kínverskum verkamönnum áhyggjuefni. Enginn hefur nokkurn tímann haldið því fram að Icesave hafi verið Íslendingum til góðs. Icesave hefur þegar valdið okkur búsifjum og kemur til með að gera það hvernig sem það fer. Hversu miklar þessar búsifjar verða ræðst af endanlegri niðurstöðu. Nú deila menn fyrst og fremst að það hvaða afleiðingar „tafirnar“ hafi haft. Ég tel að það verði ekki hrakið að töf á frágangi á Icesave hafi á ýmsa lund bætt okkar stöðu. Í fyrsta lagi horfum við fram á miklu lægri greiðslur úr vösum íslenskra skattborgara í framtíðinni. Í öðru lagi tel ég það hafa verið þjóðinni til góðs að spyrna við fótum gegn því ofríki sem við höfum verið beitt í þessu máli. Þar hafa margir lagt hönd á plóginn – allir þeir sem þokað hafa þessu máli áfram stig af stigi, af einni syllu á aðra eiga þakkir skyldar. Þegar upp verður staðið og málið gert upp í sögulegu samhengi munu menn líta á Icesave sem langvinna baráttu – sjálfstæðisbaráttu – þar sem Íslendingum tókst smám saman að reisa sig á fætur og rétta sinn hlut. Hygg ég að innbyrðis karp og fordæmingar manna hver í annars garð muni þá taka á sig allt aðra og mildari mynd en þá sem nú blasir við á umræðuvettvangi dagsins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun