Fótbolti

Messi. Ég verð ekki valinn bestur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Lionel Messi er einstaklega hógvær maður og man Vísir ekki eftir því að það hafi verið birt neikvæð frétt um þennan geðuga Argentínumann sem virðist vera algjörlega til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Hann eyðir jólunum með stórfjölskyldunni í Argentínu en gaf sér samt tíma til þess að spjalla við argentínska fjölmiðlamenn í fríinu.

Hann var meðal annars spurður út í knattspyrnumann ársins en hann er tilnefndur ásamt félögum sínum hjá Barcelona, þeim Andres Iniesta og Xavi. Messi býst ekki við því að vinna kjörið í ár.

"2010 var fínt ár fyrir mig persónulega en HM gekk ekki eins vel og ég hafði vonast til. Stefnan fyrir næsta ár er að vinna Copa America með Argentínu," sagði Messi.

"Ég held að Xavi eða Iniesta muni vinna besta leikmann heims kjörið. Þeir urðu heimsmeistarar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×