Fótbolti

Carvalho eini miðvörður Real Madrid sem er heill fyrir fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ricardo Carvalho tæklar hér Franck Ribery í leik Real og Bayern um Beckenbauer-bikarinn.
Ricardo Carvalho tæklar hér Franck Ribery í leik Real og Bayern um Beckenbauer-bikarinn. Mynd/AFP
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, verður í miklum vandræðum með að stilla upp varnarlínu liðsins í fyrsta leiknum í spænsku deildinni sem er gegn Mallorca 29. ágúst næstkomandi.

Í dag kom nefnilega í ljós að Raul Albiol getur ekki spilað næstu fimm vikur vegna meiðsla á ökkla. Auk þess er Pepe að glíma við meiðsli og Ezequiel Garay er frá í tvo mánuði eftir að hnéskelin hans fór af stað.

Það var kannski eins gott fyrir Jose Mourinho að honum tókst að kaupa landa sinn Ricardo Carvalho frá Chelsea á dögunum því Portúgalinn verður líklega eini miðvörður Real Madrid sem er heill fyrir þennan fyrsta leik á tímabilinu.

Sergio Ramos mun væntanlega spila við hliðina á Carvalho í þessum leik og annaðhvort Marcelo eða Royston Drenthe gætu þá tekið leyst Ramos af í bakverðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×