Kristján L. Möller: Bætum loftið með vistvænum samgöngum 5. maí 2010 06:15 Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun