Ögmundur Jónasson: Kallað eftir rökum Ögmundur Jónasson skrifar 7. apríl 2010 06:00 Hluti af stofnanaveldinu íslenska - sá hinn sami og vildi ljúka Icesave-samningunum sem fyrst í sumar - leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni. Reyndar ekki alveg ómældu - í eiginlegri merkingu - því sumir hafa reiknað meint tjón af nokkurri nákvæmni. Hér eru á ferðinni auk Fréttablaðsins, fræðimenn, núverandi og fyrrverandi við Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ, nokkrir starfsmenn Seðlabankans og stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi. Þessir aðilar eiga það flestir sammerkt að vitna óspart hver í annan og gera þannig fullyrðingu eins að eigin rökstuðningi, án þess þó að fullyrðingin hafi verið annað en getgátur einar. 900 milljarðar!Þó eru á þessu undantekningar. Tölfræðingur nokkur gaf sér þannig að hagvöxtur á síðasta ári hefði orðið þremur prósentustigum meiri en raunin varð, ef gengið hefði verið frá Icesave án nokkurra tafa. Þetta út af fyrir sig er sérkennilegur líkindareikningur því þetta hefði þýtt að Ísland hefði búið við meiri hagvöxt en flest grannríki okkar, sem varla getur talist líklegt í kjölfar efnahagshrunsins. Hvað um það. Fræðingurinn reiknaði þennan hagvaxtarávinning inn í ókominn tíma og núvirti síðan með þeirri niðurstöðu að Ísland væri að tapa 75 milljörðum á mánuði á Icesave-töfinni, alls 900 milljörðum á heilu ári. Ég verð að játa að þessar reikningsaðferðir eru ofar mínum skilningi. Með því að gefa sér sambærilegar forsendur mætti finna út að einstaklingur sem yrði af 10 þúsund króna mánaðarlegum greiðslum í eitt ár (og sá tekjustraumur yrði reiknaður inn í ókominn tíma og núvirtur með sama hætti) myndi tapa 200 þúsund krónum á mánuði! ASÍ sér bara stóriðjuSíðan eru það útreikningar Alþýðusambands Íslands sem fann það út að Icesave-töfin kostaði 50 milljarða á ári. Að sögn Fréttablaðsins reiknaði hagdeild sambandsins þetta út fyrir blaðið. Í umfjöllun þess kemur fram að forsendurnar eru fyrst og fremst bundnar stóriðju, frestun á álveri í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Ég tel að hér skorti tvennt. Í fyrsta lagi að skýra betur hvernig töf á Icesave valdi því að ekki er hægt að endurnýja búnað í Straumsvík. Sama gildir um Helguvík, þar er það óvissa um orkuöflun sem öðru fremur veldur töfum. Í öðru lagi þyrfti að fá útlistanir Alþýðusambandsins á áhrifum þessara stóriðjuframkvæmda eftir að uppbyggingu lýkur. Slíkum langtímaáhrifum erum við nú að kynnast eftir framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, sem höfðu í för með sér innflutning á vinnuafli og víðtæk ruðningsáhrif en ekki þá varanlegu atvinnusköpun sem vænst var - af margra hálfu. ASÍ, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, tengir Icesave-töfina fyrst og fremst áhrifum á stóriðju og í tengslum við hana atvinnustiginu, og reiknar kostnaðinn í því samhengi. Þarna er einnig vísað í óskilgreinda óvissu sem valdið hafi „erfiðleikum í fjármögnun, og nægir þar að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið" (Fréttablaðið 29. mars). Hvergi hef ég séð seðlabankastjóra færa rök fyrir þessum staðhæfingum sínum! Er ekki staðreyndin sú að íslensk orkufyrirtæki eru yfirskuldsett og þurfa að gefa sér tíma til að borga niður skuldir og þannig endurnýja traust fjárfesta? Er þetta ekki vandinn fremur en töf á Icesave? Þegar staðhæfing verður að sannleikaÍ framhaldinu tekur ritstjóri Fréttablaðsins upp þráðinn og vísar í málflutning ASÍ og fleiri. Yfirlýsingar þessara aðila verða að sannleika í leiðaraskrifum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra. Margir þessara álitsgjafa sem hann og aðrir vísa í, halda því staðfastlega fram að Icesave-töfin hafi dregið úr trúverðugleika okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta held ég að hljóti að vera rangt. Skal ég þó játa að það byggi ég á líkindum. Og líkindin eru þessi: Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst vafasöm! Það sem er hins vegar handfast við töfina á frágangi Icesave er að skuldbindingar ríkissjóðs koma til með að verða miklu minni en á horfðist. Bretar og Hollendingar vilja enn að íslenskir skattgreiðendur borgi og það með vöxtum en nú samkvæmt því sem þeir kalla „cost of funding", þ.e. fyrir útlagðan kostnað þeirra sjálfra. Þetta þýðir að ekki á lengur beinlínis að græða á Íslendingum! Dregur þessi breyting úr trúverðugleika Íslands? Hvað skyldi háskólaprófessorum, hagdeild ASÍ, stjórnmálamönnum, núverandi og fyrrverandi og ritstjóra Fréttablaðsins þykja um það? Fróðlegt væri að heyra viðhorfin og þá ekki síður heyra rökin. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hluti af stofnanaveldinu íslenska - sá hinn sami og vildi ljúka Icesave-samningunum sem fyrst í sumar - leggur sig nú í líma við að sýna fram á að frestun samninganna hafi valdið okkur ómældu tjóni. Reyndar ekki alveg ómældu - í eiginlegri merkingu - því sumir hafa reiknað meint tjón af nokkurri nákvæmni. Hér eru á ferðinni auk Fréttablaðsins, fræðimenn, núverandi og fyrrverandi við Háskóla Íslands, hagdeild ASÍ, nokkrir starfsmenn Seðlabankans og stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi. Þessir aðilar eiga það flestir sammerkt að vitna óspart hver í annan og gera þannig fullyrðingu eins að eigin rökstuðningi, án þess þó að fullyrðingin hafi verið annað en getgátur einar. 900 milljarðar!Þó eru á þessu undantekningar. Tölfræðingur nokkur gaf sér þannig að hagvöxtur á síðasta ári hefði orðið þremur prósentustigum meiri en raunin varð, ef gengið hefði verið frá Icesave án nokkurra tafa. Þetta út af fyrir sig er sérkennilegur líkindareikningur því þetta hefði þýtt að Ísland hefði búið við meiri hagvöxt en flest grannríki okkar, sem varla getur talist líklegt í kjölfar efnahagshrunsins. Hvað um það. Fræðingurinn reiknaði þennan hagvaxtarávinning inn í ókominn tíma og núvirti síðan með þeirri niðurstöðu að Ísland væri að tapa 75 milljörðum á mánuði á Icesave-töfinni, alls 900 milljörðum á heilu ári. Ég verð að játa að þessar reikningsaðferðir eru ofar mínum skilningi. Með því að gefa sér sambærilegar forsendur mætti finna út að einstaklingur sem yrði af 10 þúsund króna mánaðarlegum greiðslum í eitt ár (og sá tekjustraumur yrði reiknaður inn í ókominn tíma og núvirtur með sama hætti) myndi tapa 200 þúsund krónum á mánuði! ASÍ sér bara stóriðjuSíðan eru það útreikningar Alþýðusambands Íslands sem fann það út að Icesave-töfin kostaði 50 milljarða á ári. Að sögn Fréttablaðsins reiknaði hagdeild sambandsins þetta út fyrir blaðið. Í umfjöllun þess kemur fram að forsendurnar eru fyrst og fremst bundnar stóriðju, frestun á álveri í Helguvík og endurnýjun í Straumsvík. Ég tel að hér skorti tvennt. Í fyrsta lagi að skýra betur hvernig töf á Icesave valdi því að ekki er hægt að endurnýja búnað í Straumsvík. Sama gildir um Helguvík, þar er það óvissa um orkuöflun sem öðru fremur veldur töfum. Í öðru lagi þyrfti að fá útlistanir Alþýðusambandsins á áhrifum þessara stóriðjuframkvæmda eftir að uppbyggingu lýkur. Slíkum langtímaáhrifum erum við nú að kynnast eftir framkvæmdirnar við Kárahnjúka og á Reyðarfirði, sem höfðu í för með sér innflutning á vinnuafli og víðtæk ruðningsáhrif en ekki þá varanlegu atvinnusköpun sem vænst var - af margra hálfu. ASÍ, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, tengir Icesave-töfina fyrst og fremst áhrifum á stóriðju og í tengslum við hana atvinnustiginu, og reiknar kostnaðinn í því samhengi. Þarna er einnig vísað í óskilgreinda óvissu sem valdið hafi „erfiðleikum í fjármögnun, og nægir þar að vísa til orða seðlabankastjóra um áhrif á höft og gengið" (Fréttablaðið 29. mars). Hvergi hef ég séð seðlabankastjóra færa rök fyrir þessum staðhæfingum sínum! Er ekki staðreyndin sú að íslensk orkufyrirtæki eru yfirskuldsett og þurfa að gefa sér tíma til að borga niður skuldir og þannig endurnýja traust fjárfesta? Er þetta ekki vandinn fremur en töf á Icesave? Þegar staðhæfing verður að sannleikaÍ framhaldinu tekur ritstjóri Fréttablaðsins upp þráðinn og vísar í málflutning ASÍ og fleiri. Yfirlýsingar þessara aðila verða að sannleika í leiðaraskrifum Ólafs Þ. Stephensen ritstjóra. Margir þessara álitsgjafa sem hann og aðrir vísa í, halda því staðfastlega fram að Icesave-töfin hafi dregið úr trúverðugleika okkar á erlendum lánamörkuðum. Þetta held ég að hljóti að vera rangt. Skal ég þó játa að það byggi ég á líkindum. Og líkindin eru þessi: Ríki getur varla orðið trúverðugra með því að skuldsetja sig yfir þau mörk sem meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lýst vafasöm! Það sem er hins vegar handfast við töfina á frágangi Icesave er að skuldbindingar ríkissjóðs koma til með að verða miklu minni en á horfðist. Bretar og Hollendingar vilja enn að íslenskir skattgreiðendur borgi og það með vöxtum en nú samkvæmt því sem þeir kalla „cost of funding", þ.e. fyrir útlagðan kostnað þeirra sjálfra. Þetta þýðir að ekki á lengur beinlínis að græða á Íslendingum! Dregur þessi breyting úr trúverðugleika Íslands? Hvað skyldi háskólaprófessorum, hagdeild ASÍ, stjórnmálamönnum, núverandi og fyrrverandi og ritstjóra Fréttablaðsins þykja um það? Fróðlegt væri að heyra viðhorfin og þá ekki síður heyra rökin. Höfundur er þingmaður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun