Umfjöllun: Sannfærandi Framsigur á meisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 20:52 Karen Knútsdóttir lék vel í kvöld. Mynd/Vilhelm Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira
Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Sjá meira