Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu 15. apríl 2010 06:00 MYND/Vilhelm Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira