Háðsádeila eða einelti? 29. október 2010 05:00 Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið.
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun