Háðsádeila eða einelti? 29. október 2010 05:00 Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það felst í því mikil ábyrgð að gegna starfi blaðamanns. Skrifa þarf fréttir þar sem staðreyndir eru raktar og gæta þarf þess að öll sjónarmið komist til skila. Það vald sem blaðamönnum er gefið er því mikið og er oft kallað fjórða valdið. Ekki að ástæðulausu. Í umfjöllun Fréttablaðsins um þingsályktun sem sjö þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni lögðu fram hefur að mínu mati ekki verið gætt þeirra sjónarmiða sem vönduð blaðamennska kennir sig við. Þannig hafa sterkar Evrópuáherslur blaðsins skinið í gegn þegar fjallað hefur verið um tillöguna og um leið reynt að gera eins lítið úr henni og hugsast getur. Tillagan er nefnilega allra góðra gjalda verð þegar hún er skoðuð nánar. Lagt er til að kosið verði jafnhliða kosningum á stjórnlagaþing um það hvort halda eigi aðlögunarferlinu við Evrópusambandið áfram. Um er að ræða sáttaleið og þjóðinni gefinn kostur á að segja álit sitt á einhverju umdeildasta máli þjóðarinnar. Einnig felst í tillögunni hagræðing þar sem mikill sparnaður er fólginn í því að kjósa um leið og þjóðin kýs sér einstaklinga á stjórnlagaþing. Fréttablaðið hefur í umfjöllun sinni um ályktunina kosið að draga fram alla þá galla sem á henni finnast. Reyndar eru þeir ekki margir en blaðið fjallaði ítarlega um það nokkra dag í röð að flutningsmönnum yfirsást að þrír mánuðir þurfa að líða frá því að ályktunin er samþykkt og þangað til þjóðaratkvæðagreiðslan getur farið fram. Mistök sem fyrsti flutningsmaður tillögunnar viðurkennir fúslega að hafi átt sér stað og hefur þegar bætt úr. Í dálki sem ber heitið „Frá degi til dags" á leiðarasíðu Fréttablaðsins gefst blaðamönnum tækifæri til að skrifa stuttar háðsádeilur og gera grín að fólki með mislagðar hendur. Yfirleitt tekst þeim blaðamönnum vel upp sem þar skrifa, en ekki alltaf. Það er nefnilega hárfín lína á milli háðs og eineltis. Það sem einum finnst fyndið getur sært aðra. Umfjöllun blaðsins að undanförnu um þau mistök sem gerð voru hefur að mínu mati verið meira í ætt við einelti en beitta háðsdeilu. Ég veit reyndar að þeir sem skrifin beinast að eru ekkert sérstaklega hörundsárir og standa umræðuna af sér en öllu má ofgera. Einnig að þeir sem skrifa í þennan dálk ætla sér sjálfsagt ekki að vega að nokkurri persónu. Í ágætum leiðara blaðsins sl. föstudag er vakin athygli á því að ríkisstjórn Samfylkingar og VG hefur tekið upp fyrri ósóma undangenginna ríkisstjórna þegar kemur að mannaráðningum. Þannig fái hin faglegu sjónarmið ekki að ráða þegar starfsmenn eru ráðnir í ráðuneytin. Ég og leiðarahöfundur erum sammála um að þessu þurfi að breyta en bendi um leið á að blaðamenn Fréttablaðsins þurfa ekki að taka upp ósóma fyrirrennara sinna, hvað þá höfunda „Staksteina" Morgunblaðsins þegar kemur að umfjöllun um einstök málefni. Um leið og gerð er krafa um vandaðri vinnubrögð hjá stjórnvöldum nær sú krafa einnig til fjölmiðla sem endurspegla það sem sagt er og gert inni á Alþingi. Þeim ber eins og öðrum að fara vel með það vald sem þeim er gefið.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun