Fótbolti

Xavi hjá Barcelona til 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xavi í leik með Barcelona.
Xavi í leik með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images

Barcelona greindi frá því í morgun að breytingar hafa verið gerðar á samningi Xavi við félagið sem gæti orðið til þess að hann verði hjá félaginu til loka tímabilsins 2016.

Núverandi samningur við Xavi, sem er þrítugur, rennur út árið 2014. Samkvæmt nýja samningnum framlengist sá samningur um tvö ár ef Xavi spilar minnst helming leikjanna á síðustu tveimur árunum.

Líklegt er að Xavi verði hjá Barcelona allan hans feril en hann verður 36 ára þegar nýi samningurinn rennur út. Hann gekk til liðs við félagið aðeins ellefu ára gamall.

Xavi er nú staddur í Suður-Afríku enda lykilmaður í spænska landsliðinu sem keppir á HM þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×