Uppköst og dramatík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2010 09:01 Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Uppköst og dramatík eru gjarnan þema unglingasamkvæma þar sem áfengi er haft um hönd. Ósjaldan gerist það að unglingur sem hefur drukkið meira en hann ræður við, verður veikur og þarf að kasta upp. Eins er ekki óalgengt að undir áhrifum áfengis eigi dramatík í tengslum við ástamálin það til að ná hæstu hæðum. Skemmtanalýsingar af þessu tagi eru vissulega ekki einskorðaðar við unglinga. Fullorðnir eru oft ekki barnanna bestir í þessum efnum. Í unglingasamkvæmum þar sem krakkarnir eru að drekka áfengi tekur sá sem ekki neytir áfengis gjarnan að sér að hjálpa félögum sínum sem drukkið hafa meira en góðu hófi gegnir. Hjálpin felst í því að styðja og hugga grátandi vini, róa þá sem eru æstir eða reiðir, nú eða halda hári frá andliti þeirra sem þurfa að kasta upp. Í umræðu um málefni unglinga og forvarnir er of sjaldan minnst á þennan hóp. Um er að ræða einstaklinga sem hafa meðvitað ákveðið að áfengi skuli ekki vera hluti af þeirra lífsstíl og gildir þá einu hvort það sé núna, í framtíðinni eða þegar þeir verða löggildir áfengiskaupendur. Það er mikið álag að vera í sporum þeirra unglinga sem vilja standast hópþrýsting en óttast á sama tíma að vera hafnað af hópnum ef ákvörðun þeirra um áfengislaust líferni gengur gegn meirihlutanum. Mæti þeir ekki í partý óttast þeir að félagsleg staða þeirra kunni að komast í uppnám. Þeir vilja vera með en upplifa sig, eðli málsins samkvæmt, vera utanveltu. Að taka að sér hlutverk huggarans, sáttasemjarans og aðstoðarmanns er því skárri kostur en að sitja heima og finnast maður einmana og vinalaus. Huga þarf betur að þessum hópi því margir eiga í baráttu við sjálfan sig og umhverfið. Samfélagið getur stutt betur við bakið á þeim til dæmis með því að minnast oftar á þau í almennri umræðu, hvetja þau til að halda ótrauð sínu striki og einnig að hvetja aðra unglinga til að taka þau sér til fyrirmyndar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun