Staðan í Reykjavík! Stefán Benediktsson skrifar 21. febrúar 2011 05:45 Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 34 frístundaheimili fyrir börn 6 – 9 ára. Þau starfa víðast hvar í skólunum og starf þeirra hefst þegar stundarskrá barnanna lýkur. Í starfsemi þeirra er gert ráð fyrir 2.600 heilsdagsplássum. Sérmenntuðu starfsfólki á frístundaheimilum fer fjölgandi og með aukinni samþættingu frístunda- og skólastarfs mun heilsdagsstörfum fjölga. Langflestir leikskólar í Reykjavík eru fjögurra deilda eða minni og með færri en 80 börn, nokkrir eru með fleiri en 100 börn og einn með fleiri en 130 börn. Stjórnendur í leikskólum eru allir vel menntaðir og margir með leik- og grunnskólakennaramenntun. Sex leikskólar hafa þegar verið sameinaðir í tvo fimm deilda og einn sex deilda. Vegna barnasprengju vantar á næsta skólaári 450 leikskólapláss og um 100 nýja leikskólakennara. Langflestir grunnskólar í Reykjavík (2/3) eru með fjögurhundruð börn eða færri. Aðeins þrettán skólar eru með fleiri en fjögurhundruð börn og aðeins einn með fleiri en sjöhundruð börn. Hlutfall starfsfólks með kennaramenntun hefur aukist á síðustu árum. Síminnkandi skólar ógna aftur á móti markmiðum um jafnrétti barna til náms. Engir grunnskólar hafa verið sameinaðir en Dalskóli er leik- og grunnskóli þar sem frístundastarf er samþætt leik og fræðslu með góðum árangri. Grunnskólanemendum fækkar. Síðan 2004 hefur nemendum fækkað úr 15500 í 13900 (-11%). Á sama tíma hefur húsnæði grunnskóla stækkað úr 175 þús. fm. í 200 þús. fm. (+14%). Í stað þess að minnka um 20 þús. fm. stækkaði það um 25 þús. fm. Í stað þess að húsnæðiskostnaður lækkaði um -8% hækkaði hann um +30%. Fækkun nemenda og framúrkeyrsla vegna harkalegs niðurskurðar síðustu tvö ár gerir grunnskólum nær ómögulegt að mæta sparnaðaráformum næsta skólaárs. Samantekt:: 1. Hægt er að samþætta frístundastarf, leik og fræðslu smbr. Dalskóla. 2. Skólastjóri getur stjórnað grunnskóla með meira en 700 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 3. Leikskólastjóri getur stjórnað leikskóla með meira en 130 börnum, án þess að faglegum metnaði eða farsæld barna sé fórnað. 4. Það vantar pláss fyrir 450 börn og 100 leikskólakennara næsta skólaár. 5. Það þarf að losna við rekstur á um 45 þús. fm. af húsnæði í grunnskólum. Það væri mikill ábyrgðarhlutur gagnvart börnum og útsvarsgreiðendum að skoða þessi mál ekki sem heild og kanna að hve miklu leiti sameiningar skóla eða leikskóla geta leyst þann vanda sem hér er lýst . Enginn efast um fjárhagslegan ávinning af því að losna við rekstur á 45 þús.fm. húsnæði og/eða að spara sér byggingu á fjórum leikskólum með því að nýta þetta húsnæði fyrir leikskólabörn., eins sjá allir að fjárhagslegur ávinningur er af fjölgun nemenda í rekstrareiningu, þar sem fjárveitingar stjórnast af nemendafjölda.. Faglegur ávinningur af stækkun leikskóla úr 60 nemenda skóla í 100 -120 nemenda skóla eða 300 nemenda grunnskóla í 600 -700 nemenda skóla og samþættingu frístunda og fræðslustarfs, ætti líka að vera augljós. Fjölgun nemenda þýðir meiri peninga til skólastarfs, þar með fleiri starfsmenn með fjölbreyttan bakgrunn, sem þýðir aukinn faglegan mannauð og aukna möguleika á fjölbreyttu fræðsluframboði. Skólar í Reykjavík væru ekki það sem þeir eru í dag ef skólayfirvöld borgarinnar hefðu ekki ávallt haft faglegan metnað að leiðarljósi. Hversvegna ætti það allt í einu að breytast?
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar