Flækjur í Flóanum Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun