KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2011 - unnu á Króknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2011 21:11 Marcus Walker átti stórleik á Króknum. Mynd/Daníel Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23). KR-ingar minnkuðu forskot Snæfells á toppnum í tvö stig á nýjan leik með þessum sigri en Snæfellingar unnu Hauka í gærkvöldi. KR hefur unnið alla ellefu leiki sína á árinu 2011, átta í deild og þrjá í bikar. Walker var eins og áður sagði með 38 stig en næstu í stigaskorun hjá KR var Brynjar Þór Björnsson með 14 stig. Pavel Ermolinskij lét sér næga að skora 3 stig og gefa bara 5 stoðsendingar í kvöld. Hayward Fain skoraði 33 stig fyrir Tindastól, Sean Cunningham var með 18 stig (14 í fyrri hálfleik) og Helgi Rafn Viggósson skoraði 12 stig. Tindastólsmenn voru með frumkvæðið framan af, voru 25-22 yfir eftir fyrsta leikhluta og náðu mest sjö stiga forskoti í öðrum leikhluta, 41-34. KR náði hinsvegar að minnka muninn í 49-48 fyrir hálfleik og Marcus Walker hóf síðan seinni hálfleikinn á því að setja niður tvo þrista með stuttu millibili og koma KR fimm stigum yfir. KR vann þriðja leikhlutann 22-14 og var með sjö stiga forskot eftir hann, 70-63. Walker skoraði 10 stig í leikhlutanum og var þá komin með 27 stig í leiknum. Tindastóll skoraði níu fyrstu stigin í fjórða leikhluta og komst yfir í 72-70 en frábær sprettur KR brerytti stöðunni úr 74-72 í 74-81 og lagði grunninn að sigrinum. Walker skoraði 7 af þessum níu stigum og það er óhætt að segja að hann hafi haldið sínum mönnum á floti í kvöld. Tindastóll-KR 82-85 (25-22, 24-26, 14-22, 19-15)Stig Tindastólls: Hayward Fain 33/8 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 18/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 12/5 fráköst/6 stolnir, Friðrik Hreinsson 9/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Dragoljub Kitanovic 3.Stig KR: Marcus Walker 38, Brynjar Þór Björnsson 14/5 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8, Hreggviður Magnússon 7, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Ágúst Angantýsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira
Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23). KR-ingar minnkuðu forskot Snæfells á toppnum í tvö stig á nýjan leik með þessum sigri en Snæfellingar unnu Hauka í gærkvöldi. KR hefur unnið alla ellefu leiki sína á árinu 2011, átta í deild og þrjá í bikar. Walker var eins og áður sagði með 38 stig en næstu í stigaskorun hjá KR var Brynjar Þór Björnsson með 14 stig. Pavel Ermolinskij lét sér næga að skora 3 stig og gefa bara 5 stoðsendingar í kvöld. Hayward Fain skoraði 33 stig fyrir Tindastól, Sean Cunningham var með 18 stig (14 í fyrri hálfleik) og Helgi Rafn Viggósson skoraði 12 stig. Tindastólsmenn voru með frumkvæðið framan af, voru 25-22 yfir eftir fyrsta leikhluta og náðu mest sjö stiga forskoti í öðrum leikhluta, 41-34. KR náði hinsvegar að minnka muninn í 49-48 fyrir hálfleik og Marcus Walker hóf síðan seinni hálfleikinn á því að setja niður tvo þrista með stuttu millibili og koma KR fimm stigum yfir. KR vann þriðja leikhlutann 22-14 og var með sjö stiga forskot eftir hann, 70-63. Walker skoraði 10 stig í leikhlutanum og var þá komin með 27 stig í leiknum. Tindastóll skoraði níu fyrstu stigin í fjórða leikhluta og komst yfir í 72-70 en frábær sprettur KR brerytti stöðunni úr 74-72 í 74-81 og lagði grunninn að sigrinum. Walker skoraði 7 af þessum níu stigum og það er óhætt að segja að hann hafi haldið sínum mönnum á floti í kvöld. Tindastóll-KR 82-85 (25-22, 24-26, 14-22, 19-15)Stig Tindastólls: Hayward Fain 33/8 fráköst, Sean Kingsley Cunningham 18/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 12/5 fráköst/6 stolnir, Friðrik Hreinsson 9/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Dragoljub Kitanovic 3.Stig KR: Marcus Walker 38, Brynjar Þór Björnsson 14/5 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8, Hreggviður Magnússon 7, Pavel Ermolinskij 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Jón Orri Kristjánsson 2, Ágúst Angantýsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Sjá meira